Thorbjörn Fälldin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Thorbjörn Fälldin árið 1967.

Thorbjörn Fälldin (fæddur 24. apríl árið 1926, látinn 23. júlí 2016) var forsætisráðherra Svíþjóðar á árunum 1976-1978 og aftur frá 1979-1982 fyrir sænska Miðflokkinn (Centerpartiet). Hann var fyrsti forsætisráðherra Svíþjóðar frá 1936 sem tilheyrði ekki sænska Jafnaðarmannaflokknum (Socialdemokraterna) og rauf þar með áratugalanga stjórn jafnaðarmanna.