Melaskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Melaskóli

Melaskóli er íslenskur grunnskóli á Melunum í Reykjavík. Nú eru nemendur tæplega 600 og starfsmenn 70.

Einar Sveinsson arkitekt teiknaði byggingu skólans og listamennirnir Barbara Árnason og Ásmundur Sveinsson komu að hönnun listaverka sem enn prýða skólann. Þegar kennsla hófst í Melaskóla 5. október 1946 tók hann við nemendum úr Skildinganesskóla sem hafði starfað á árunum 1930 til 1946 og sinnt börnum frá Skerjafirði og Grímsstaðaholti. Fyrsta árið sem kennt var í Melaskóla voru nemendur um 850 og kennarar 26. Árið 1999 var ný skólabygging tekin í notkun og þá varð skólinn jafnframt einsetinn.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]