Róbert H. Haraldsson
Íslensk heimspeki Heimspeki 20. aldar, Heimspeki 21. aldar | |
---|---|
Nafn: | Róbert Hilmar Níels Haraldsson |
Fædd/ur: | 5. október 1959 |
Skóli/hefð: | Rökgreiningarheimspeki, meginlandsheimspeki |
Helstu ritverk: | Plotting Against a Lie; Frjálsir andar; Tveggja manna tal |
Helstu viðfangsefni: | Heimspeki 19. aldar, heimspeki Nietzsches, heimspeki og bókmenntir, heimspeki og kvikmyndir, heimspeki sem lífsstíll |
Markverðar hugmyndir: | heimspeki sem lífsstíll |
Áhrifavaldar: | James Conant, Páll Skúlason, Henry David Thoreau, Ralph Waldo Emerson, John Stuart Mill, Friedrich Nietzsche, William James, David Hume, Immanuel Kant, René Descartes, Aristóteles, Platon, Sókrates, Ludwig Wittgenstein, Stanley Cavell, Cora Diamond |
Róbert Hilmar Níels Haraldsson (fæddur 5. október 1959) er íslenskur heimspekingur og prófessor við Háskóla Íslands.
Róbert lauk B.A.-gráðu í heimspeki og sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1985. Að námi loknu við Háskóla Íslands hélt Róbert til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Róbert nam heimspeki við University of Pittsburgh og lauk þaðan M.A.-gráðu árið 1989 og Ph.D.-gráðu árið 1997.
Róbert kenndi við Gagnfræðaskóla Hveragerðis veturinn 1984-1985. Hann kenndi við University of Pittsburgh árin 1988-1991, 1993 og 1996 og var stundakennari við Fósturskóla Íslands árin 1992-1993 og var stundakennari við Háskóla Íslands 1992-1995. Róbert varð lektor í heimspeki við Háskóla Íslands árið 1996 og dósent við sama skóla 2002. Hann hlaut prófessors-nafnbótina þann 1. september 2007.
Róbert hefur verið forstöðumaður Heimspekistofnunar Háskóla Íslands frá 2003. Hann hefur verið ritstjóri Sats, samnorræns tímarits um heimspeki, frá 2001. Róbert var formaður Félags háskólakennara 1999-2002. Hann var ritstjóri Skírnis árin 1995-1999 (ásamt Jóni Karli Helgasyni).
Róbert fæst aðallega við 19. aldar heimspeki, einkum heimspeki Friedrichs Nietzsche, Ralphs Waldos Emerson, Henrys Davids Thoreau og Johns Stuarts Mill, og tengsl heimspeki og skáldskapar og kvikmynda.
Helstu ritverk
[breyta | breyta frumkóða]- Ádrepur - um sannleikann, hlutleysi vísindanna, málfrelsi og gagnrýna hugsun. (2010)
- Frjálsir andar. Ótímabærar hugleiðingar um sannleika, siðferði og trú (2004)
- Plotting Against a Lie. A Reading of Ibsen's An Enemy of the People (2004)
- Tveggja manna tal (2001)
- Ritgerðir og greinar (1996)
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Vefsíða Róberts Haraldssonar Geymt 13 ágúst 2016 í Wayback Machine