Fara í innihald

Václav Havel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vaclav Havel)
Václav Havel
Václav Havel árið 2006.
Forseti Tékklands
Í embætti
2. febrúar 1993 – 2. febrúar 2003
ForsætisráðherraVáclav Klaus
Josef Tošovský
Miloš Zeman
Vladimír Špidla
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurVáclav Klaus
Forseti Tékkóslóvakíu
Í embætti
29. desember 1989 – 20. júlí 1992
ForsætisráðherraMarián Čalfa
Jan Stráský
ForveriGustáv Husák
EftirmaðurEmbætti lagt niður
Persónulegar upplýsingar
Fæddur5. október 1936
Prag, Tékkóslóvakíu (nú Tékklandi)
Látinn18. desember 2011 (75 ára) Vlčice, Tékklandi
StjórnmálaflokkurBorgaravettvangur (1989–1991)
MakiOlga Šplíchalová (g. 1964; d. 1996)​
Dagmar Veškrnová ​(g. 1997)
HáskóliTékkneski tækniháskólinn í Prag
Undirskrift

Václav Havel (5. október 193618. desember 2011) var tékkneskur leikritahöfundur, rithöfundur, skáld, andófsmaður og stjórnmálamaður. Havel var níundi og síðasti forseti Tékkóslóvakíu (1989–1992) og fyrsti forseti Tékklands (1993–2003). Hann samdi yfir 20 leikrit og fjölda annarra verka sem þýdd hafa verið á fjölmörg tungumál. Fyrsta verk samdi hann 1963 og nefnist Garðveislan.

Í Flauelsbyltingunni í nóvember 1989 voru mikil mótmæli í Prag. Þann 24. nóvember fór fram gríðarlega fjölmennur mótmælafundur á Wenzeltorginu þar sem Václav Havel talaði til fólksins og krafðist afsagnar kommúnistastjórnarinnar. Innan tveggja vikna var farið að rífa niður járntjaldið í landinu. Þann 10. desember fóru stjórnarskiptin fram í þinghúsinu í Prag. Áður en árið var liðið var Alexander Dubček orðinn þingforseti og Václav Havel ríkisforseti.

Nokkur leikrita Havels hafa verið flutt í íslensku útvarpi. Árið 1969 var leikrit hans Verndarengillinn flutt. Það leikrit gerist á einu kvöldi á heimili hjóna sem hafa lagt kapp á að gera upp stofu sína og fá kunningja sinn í heimsókn og sýna honum hve vel þau hafa komið sér fyrir. Árið 1980 var leikritið Opnunin flutt, árið 1981 var leikritið Mótmæli flutt. Mótmæli fjallar um tvo rithöfunda, Stanek og Vanek, og er sá fyrrnefndi í náðinni en Vanek er nýsloppinn úr fangelsi sem andófsmaður. árið 1984 var Viðtalið flutt. Viðtalið fjallar um rithöfund sem settur hefur verið á svartan lista og sendur í erfiðisvinnu í brugghúsi. Forstjóri brugghússins kallar hann á sinn fund og það kemur fram að hann telur hlutskipti sitt líka slæmt. Þjóðleikhúsið setti upp hátíðasýningu 1990 með leikriti Havels Endurbyggingin. Það leikrit samdi Havel árið 1987 en sögusvið þess er í miðaldakastala í nútíma þar sem starfsfólk teikni- og skipulagsstöðvar á að undirbúa endurskipulagningu og rif húsa, einkum gamals þorps sem er kringum kastalann.

  • „„Vill heldur skapa kóng en vera kóngur". Dagblaðið Vísir. 17. febrúar 1990. bls. 11.


Fyrirrennari:
Embætti stofnað
Forseti Tékklands
(2. febrúar 19932. febrúar 2003)
Eftirmaður:
Václav Klaus
Fyrirrennari:
Gustáv Husák
Forseti Tékkóslóvakíu
(29. desember 198920. júlí 1992)
Eftirmaður:
Embætti lagt niður