Fara í innihald

Skúlason ehf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skúlason ehf er íslenskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í símasölu og markaðsþjónustu. Eigendur þess eru tveir: Skulason UK Ltd, sem á um 80%, og Vestmannaeyjabær, sem á um 20%. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jóhannes B. Skúlason. Frá árinu 2005 hefur fyrirtækið legið undir grun um svokölluð kyndiklefasvik (enska: boiler room scam), en það eru svik sem eru stunduð frá skrifstofum og þeir sem starfa við þau hafa gjarnan ekki hugmynd um að þeir séu að vinna fyrir glæpamenn. Þannig er viðskiptavininum lofað ýmist vöru sem kemur aldrei eða er gölluð, eða jafnvel einhvers konar hlutabréfum, sem síðan reynast verðlaus. Í júní 2009 var Jóhannes B. Skúlason handtekin á Heathrow flugvelli vegna rannsóknar bresku lögreglunnar á stóru fjársvikamáli og grun um peningaþvætti.

Þann 5. október 2005 gerði Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra gerði húsleit á einkaheimili og hjá Skúlason ehf í Reykjavík. Húsleitin var gerð fyrir bresku lögregluna sem rannsakaði fjársvikamál sem tengdist fyrirtækinu. Svikin eru talin vera kyndiklefasvik, en talið var að Skúlason hefði stundað kerfisbundna sölu hlutabréfa í fyrirtækjum með blekkingum, röngum og villandi upplýsingum um fyrirtæki og lofuðu skráningu bréfana í kauphöll. Hin meintu svik hljóðuðu upp á 200 miljónir króna. Flestir hluthafanna keyptu hlutaféð af spænsku fyrirtæki í gegnum síma.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.