Pingu
Útlit
Pingu er svissneskur sjónvarpsþáttur fyrir börn sem fjallar um fjölskyldu manngervandi mörgæsa. Þátturinn er leirmynd sem á sér stað á Suðurskautslandinu og aðalpersóna hans er Pingu, sonurinn í fjölskyldunni og nafni þáttarins. Upprunalega voru fjórar þáttaraðir framleiddar: sú fyrsta árið 1986 og síðasta þeirra árið 1998 en þær voru sendar út í Sviss á stöðinni SF DRS. Skapari þáttarins var Otmar Gutmann sem vann í samstarfi með The Pygos Group og Trickfilmstudio. Óskað var eftir fleiri þáttum og tvær nýjar þáttaraðir voru teknar upp árið 2004.
Ein ástæða fyrir alþjóðlegum vinsældum þáttanna er sú að persónur þáttanna tala ekki mannlegt mál en það gerir fólki sem talar ólík tungumál kleyft að skilja söguþráðinn.