Joseph Greenberg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Joseph Harold Greenberg (28. maí 19157. maí 2001) var bandarískur málfræðingur einkum þekktur fyrir rit sín um flokkunarfræði tungumála.

Hann fæddist í Brooklyn, New York í gyðingafjölskildu. Hans fyrsta áhugamál var tónlist en eftir að hafa lokið miðskóla ákvað hann að stunda frekar fræðastörf en tónlist. Hann skráði sig inn í Columbia háskóla í New York þar sem meðal annars Franz Boas, hinn þekkti vinstri sinnaði mannfræðingur, kenndi honum um tungumál amerískra indjána. Næst stundaði hann nám við Northwestern University í Chicago þaðan sem hann lauk doktorsprófi. Doktorsritgerð hans fjallaði um áhrif múhammeðstrúar á hóp Hása manna í Nígeríu sem ólíkt öðrum Hása höfðu ekki tekið þá trú.

Árið 1940 hóf hann eftirdoktorsnám við Yale-háskólann. Nám hans þar var truflað af herskildu þar sem hann vann einkum við að brjóta dulmál nasista. Hann tók ennfremur þátt í lendingunni við Casablanca.

Að loknu stríði kenndi hann við Minnesota háskóla, en sneri til baka til Columbia 1948 til að kenna mannfræði. Árið 1962 tók hann að starfa fyrir mannfræðideild Stanford-háskóla í Kaliforníu þar sem hann starfaði það sem eftir var.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.