Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1994

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 1994 voru sveitarstjórnarkosningar haldnar árið 1994.

Niðurstöður eftir sveitarfélögum[breyta | breyta frumkóða]

Akranes[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ingvar Ingvarsson
B Guðmundur Páll Jónsson
B Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
D Gunnar Sigurðsson
D Pétur Ottesen
D Elínbjörg Magnúsdóttir
G Guðbjartur Hannesson
G Sveinn Kristinsson
G Ingunn Anna Jónasdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 362 12,11 1
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 767 25,65 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1.014 33,91 3
G Alþýðubandalagið 847 28,33 3
Auðir og ógildir 90
Alls 3.080 100,00 9
Kjörskrá og kjörsókn 3.593 85,72

Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akranesi fóru fram 28. maí.

Akureyri[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Gísli Bragi Hjartarson
B Jakob Björnsson
B Sigfríður Þorsteinsdóttir
B Þórarinn E. Sveinsson
B Guðmundur Stefánsson
B Ásta Sigurðardóttir
D Sigurður J. Sigurðsson
D Björn Jósef Arnviðarson
D Þórarinn B. Jónsson
G Sigríður Stefánsdóttir
G Heimir Ingimarsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 931 11,2 1
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 3.194 38,4 5
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 2.160 25,9 3
G Alþýðubandalagið 1.665 20,0 2
Auðir og ógildir 374 4,5
Alls 8.324 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 10.514 79,2

Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akureyri fóru fram 28. maí. Framsóknarflokkurinn vann töluvert á og fékk sína bestu útkomu í bæjarstjórnarkosningum á Akureyri. Hrein stjórnarskipti urðu þegar Framsókn myndaði svo meirihluta með Alþýðuflokki. Jakob Björnsson, oddviti framsóknarmanna, var ráðinn bæjarstjóri og var það í fyrsta skipti sem sitjandi bæjarfulltrúi gegndi stöðu bæjarstjóra.[1]. Sigfríður Þorsteinsdóttir var kjörin forseti bæjarstjórnar 1994-1996 og Þórarinn E. Sveinsson 1996-1998. Gísli Bragi Hjartarson var kjörinn formaður bæjarráðs. Björn Jósef Arnviðarson baðst lausnar árið 1996 þegar hann varð sýslumaður á Akureyri og tók Valgerður Hrólfsdóttir sæti hans í bæjarstjórn. Oddur Helgi Halldórsson tók sæti Guðmundar Stefánssonar í bæjarstjórn árið 1997, en fór í sérframboð í lok kjörtímabilsins og stofnaði Lista fólksins, sem hlaut hreinan meirihluta í kosningunum 2010.

Hafnarfjörður[breyta | breyta frumkóða]

Flokkur Kjörnir bæjarfulltrúar
A Ingvar Viktorsson
A Valgerður Guðmundsdóttir
A Tryggvi Harðarson
A Árni Hjörleifsson
A Ómar Smári Ármannsson
D Magnús Gunnarsson
D Jóhann G. Bergþórsson
D Ellert Borgar Þorvaldsson
D Valgerður Sigurðardóttir
G Magnús Jón Árnason
G Lúðvík Geirsson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1994 voru haldnar 28. maí.[2]

Listi Flokkur Atkvæði % Fulltrúar
A Alþýðuflokkurinn 3724 37,9 5
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 653 6,6 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3413 34,7 4
G Alþýðubandalagið 1489 15,2 2
V Kvennalistinn 547 5,6 0

Þessar bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði fóru fram 28. maí. Á kjörskrá voru 11.444.
Atkvæði greiddu 9984, þar af voru auðir og ógildir seðlar 158.
Þetta voru síðustu bæjarstjórnarkosningar í Hafnarfirði þar sem Alþýðubandalagið bauð fram lista
Alþýðuflokkurinn missti hreinan meirihluta sinn í þessum kosningum. Eftir meirihlutaviðræður, bæði við Alþýðuflokk og Sjálfstæðisflokk[3] myndaði Alþýðubandalagið meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Magnús Jón Árnason var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[4]
Í júní 1995 slitnaði upp úr meirihlutasamstarfi Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins[5][6]. Alþýðuflokkurinn myndaði þá nýjan meirihluta ásamt tveimur af fjórum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins: Jóhanni G. Bergþórssyni og Ellerti Borgari Þorvaldssyni.
Ingvar Viktorsson var ráðinn bæjarstjóri og Ellert Borgar Þorvaldsson var kosinn forseti bæjarstjórnar.[7]. Þessi meirihluti hélst til loka kjörtímabilsins.[8]

Hrísey[breyta | breyta frumkóða]

Listi Hreppsnefndarfulltrúar
E Smári Thorarensen
E Narfi Björgvinsson
J Björgvin Pálsson
J Einar Georg Einarsson
N Þórunn Arnórsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
E Eyjalistinn 66 2
J Listi framfara og jafnréttis 66 2
N Nornalistinn 43 1
Gild atkvæði 175 100 5

Þessar hreppsnefndarkosningar í Hrísey fóru fram 28. maí.[9]


Húsavík[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Jón Ásberg Salómonsson
B Arnfríður Aðalsteinsdóttir
B Stefán Haraldsson
B Sveinbjörn Lund
D Sigurjón Benediktsson
D Katrín Eymundsdóttir
G Tryggvi Jóhannsson
G Valgerður Gunnarsdóttir
G Kristján Ásgeirsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 209 1
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 494 3
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 340 2
G Alþýðubandalagið 420 3
Auðir og ógildir 34
Alls 1.497 100 9

Þessar bæjarstjórnarkosningar á Húsavík fóru fram 28. maí.[10]


Kópavogur[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
A Guðmundur Oddsson
A Kristján H. Guðmundsson
B Sigurður Geirdal
D Arnór L. Pálsson
D Bragi Michaelsson
D Guðni Stefánsson
D Gunnar I. Birgisson
D Halla Halldórsdóttir
G Birna Bjarnadóttir
G Valþór Hlöðversson
V Helga Sigurjónsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðuflokkurinn 1.580 15,58 2
B Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn 1.428 14,08 1
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 3.787 37,34 5
G Alþýðubandalagið 1.993 19,65 2
V Kvennalistinn 1.116 11,00 1
Auðir 201 1,98
Ógildir 38 0,37
Alls 10.143 100,00 11
Kjörskrá og kjörsókn 12.059 84,11

Þessar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi fóru fram 28. maí 1994. B-listi og D-listi héldu áfram samstarfi, Sigurður Geirdal bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins gegndi áfram embætti bæjarstjóra.

Reykjavík[breyta | breyta frumkóða]

Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 30.554 47,03 7
R Reykjavíkurlistinn 34.418 52,97 8
Auðir og ógildir 964
Auðir og ógildir 172
Alls 66.108 100,00 15
Kjörskrá og kjörsókn 74.438 88,81

Þessar Borgarstjórnarkosningar í Reykjavík fóru fram 28. maí. R-listinn, sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Frasmóknarflokks og Kvennalista bauð fram og náði meirihluta.[11]

Seltjarnarnes[breyta | breyta frumkóða]

Listi Kjörnir bæjarfulltrúar
D Erna Nielsen
D Jón Hákon Magnússon
D Petrea I. Jónsdóttir
D Sigurgeir Sigurðsson
N Eggert Eggertsson
N Katrín Pálsdóttir
N Siv Friðleifsdóttir
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn 1.381 52,11 4
N Neslistinn - Listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness 1.164 43,92 3
Auðir og ógildir 105 3,96
Alls 2.650 100,00 7
Kjörskrá og kjörsókn 3.152 84,07

Þessar bæjarstjórnarkosningar á Seltjarnarnesi fóru fram 28. maí 1994. Sjálfstæðismenn héldu meirihluta sínum en Neslisti Bæjarmálafélags Seltjarnarness saxaði talsvert á forskotið.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Morgunblaðið 31. maí 1994, bls. B2“.
  2. Morgunblaðið 31. maí 1994. B: Úrslit kosninga, bls. 1[óvirkur tengill]
  3. Morgunblaðið 2. júní 1994. Bls. 60: G-listi og D-listi ræða samstarf[óvirkur tengill]
  4. Morgunblaðið 9. júní 1994. Bls. 6: Valdaskipti í næstu viku[óvirkur tengill]
  5. Morgunblaðið 14. júní 1995. Bls. 4: Alþýðuflokkurinn réð ráðningu bæjarverkfræðings[óvirkur tengill]
  6. Morgunblaðið 14. júní 1995. Bls. 48: Segja meirihlutann fallinn[óvirkur tengill]
  7. Morgunblaðið 4. júlí 1995. Bls. 2: Nýr meirihluti tekur við í Hafnarfirði[óvirkur tengill]
  8. DV 19. maí 1998. Bls. 32: Pólitísk háspenna[óvirkur tengill]
  9. „Tíminn 31. maí 1994, bls. 11“.
  10. „Morgunblaðið 31. maí 1994, bls. B2“.
  11. „Morgunblaðið 31. maí 1994, bls. B1“.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Kosningasaga