Hvítasunnudagur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Hvítasunna)
Jump to navigation Jump to search
Niðurför heilags anda á handritalýsingu frá 15. öld.

Hvítasunnudagur (áður fyrr stundum nefndur hvítdrottinsdagur, píkisdagur eða pikkisdagur) er hátíð í kirkjuári kristinnar kirkju. Hann er 49. dagurinn eftir páskadag og tíundi dagurinn eftir uppstigningardag. Forngrískt heiti hans er πεντηκοστή [ἡμέρα] (pentekostē [hēmera]) sem merkir fimmtugasti (dagur). Dagsins er minnst sem þess dags þegar heilagur andi kom yfir lærisveinana og aðra fylgjendur Jesú eins og lýst er í Postulasögunni.

Frídagur á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Mánudagurinn eftir hvítasunnudag, annar í hvítasunnu, er almennur frídagur á Íslandi og víðar í Evrópu. Einnig var fram til ársins 1770 þriðji í hvítasunnu almennur frídagur, en það ár var hann afhelgaður. Eins var með þriðja í jólum, þriðja í páskum og þrettándann, sem einnig höfðu verið helgi- og frídagar, þar sem konungi fannst íslensk alþýða hafa of mikið af almennum frídögum.

Hvítasunnudagur á næstu árum[breyta | breyta frumkóða]

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  • 2019 - 9. júní
  • 2020 - 31. maí
  • 2021 - 23. maí


breyta Kristnar hátíðir

Aðventa | Jól | Pálmasunnudagur | Dymbilvika | Páskar | Uppstigningardagur | Hvítasunnudagur | Allraheilagramessa