Colbie Caillat

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Colbie Caillat
Caillat á Malibu Inn 2007
Fædd
Colbie Mary Caillat

28. maí 1985 (1985-05-28) (38 ára)
StörfSöngkona, lagahöfundur, gítarleikari
Þekkt fyrirSöngkona
Vefsíðahttp://www.colbiecaillat.com

Colbie Marie Caillat (f. 28. maí 1985) er bandarísk popp- og kántrísöngkona, lagahöfundur og gítarleikari frá Malibu, Kaliforníu. Hún gaf út sína fyrstu plötu árið 2007, Coco, sem innihélt smellina „Bubbly“, „Realize“ og „The Little Things“. Árið 2008 söng hún dúett með Jason Mraz, „Lucky“, og vann lagið Grammy-verðlaun. Caillat gaf út sína aðra plötu, Breakthrough, í ágúst 2009.

2. desember 2009 var Breakthrough tilnefnd sem besta popp-platan á 52. Grammy-verðlaununum. Hún var einnig tilnefnd tvisvar fyrir besta popp-samstarfið, fyrir að hafa sungið „Lucky“ með Jason Mraz og fyrir að hafa sungið bakraddir og skrifað lag Taylor Swift, „Breathe“, og var hún í hópnum sem vann „plötu ársins“ fyrir bakraddasöng sinn og hafa samið lög fyrir plötu Taylor Swift Fearless. Colbie hefur selt 2,5 milljónir platna í Bandaríkjunum en um fjórar milljónir um allan heim.

Ævi[breyta | breyta frumkóða]

Caillat fæddist í Newbury Park í Kaliforníu en ólst upp á Malibu í sama fylki. Faðir hennar, Ken Caillat, var plötuframleiðandi. Framleiðandinn Mikal Blue réð hina ungu Caillat til að syngja bakraddir í teknólögum sem átti að nota á tískusýningum. Caillat byrjaði að skrifa lög með Blue árið 2004.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]