Peter Petersen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Peter Petersen (Bíó-Petersen eða Bíópetersen) (30. júní 188128. maí 1961) var danskur ljósmyndari sem var einn af upphafsmönnum kvikmynda á Íslandi og einn af fyrstu mönnum sem fékkst við rekstur kvikmyndahúsa á landinu.

Daninn Alfred Lind, var gerður út af Warburg nokkrum, stórkaupmanni í Kaupmannahöfn. Sá hafði keypt tæki til sýninga og töku kvikmynda og falið Lind að koma upp kvikmyndahúsi í Reykjavík, sem hann og gerði. Það var Reykjavíkur Biograftheater sem var staðsett í Breiðfjörðshúsi (síðar Fjalakettinum), Aðalstræti 8. Peter Petersen var þar sýningarstjóri, og þann 2. nóvember árið 1906 kveikti hann í fyrsta skipti á sýningarvélinni og var upphaf reglulegra kvikmyndasýninga á Íslandi. Peter starfaði í Reykjavíkur Biograftheater í mörg ár, og fékk við það viðurnefnið Biópetersen.

Peter gerði á þessum árum einnig nokkrar kvikmyndir í félagi við Alfred Lind, svo sem Slökkviliðsæfing í Reykjavík, árið 1906 og Konungskomuna 1921.

Peter reisti árið 1927 Gamla bíó (þar er núna Íslenska óperan) í Ingólfsstræti yfir starfsemi „gamla bíós“, þ.e. Reykjavíkur Biograftheater, og tók hið nýja hús við af Fjalakettinum. Petersen innréttaði íbúð fyrir sjálfan sig á efri hæð hússins og bjó þar. Hann rak svo Gamla bíó til ársins 1939, er hann seldi það og fluttist til Kaupmannahafnar og hóf rekstur kvikmyndahússins Atlantic Bio við Christianshavns Torv og rak það í fjölda ára.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.