Fara í innihald

Skálholt

Hnit: 64°07′N 20°32′V / 64.117°N 20.533°V / 64.117; -20.533
Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

64°07′N 20°32′V / 64.117°N 20.533°V / 64.117; -20.533

Inni í Skálholtskirkju.
Myndskreyting á steini framan við kirkjuna.
Myndskreyting inni í kirkjunni.
Skálholt um 1900.
Kirkjan.

Skálholt er bær og kirkjustaður í Biskupstungum í Árnessýslu. Þar var biskupssetur frá upphafi 1056 og fram á 19. öld og má segja höfuðstaður Íslands í margar aldir. Þar var löngum rekinn skóli. Í Skálholti var stærsta kirkja sem reist hefur verið á Íslandi, kirkja Klængs Þorsteinssonar biskups, og var hún miklu stærri en núverandi kirkja þar, sem reist var 1963.

Fornleifarannsóknir[breyta | breyta frumkóða]

aðalgrein: Fornleifarannsóknir að Skálholti

Skálholt er einn merkasti sögustaður landsins, samtvinnaður sögu kristni á Íslandi. Kirkja var reist í Skálholti stuttu eftir kristnitöku og sat þar fyrsti biskup Íslands. Skálholt var höfuðstaður landsins í um 750 ár, miðstöð kirkjustjórnar og mikið fræðasetur. Vitað er að í kringum 1200 bjuggu um 120 manns í Skálholti. Þar hefur því staðið þorp húsa af ýmsum stærðum og gerðum sem mynduðu fyrsta þéttbýlið á Íslandi.

Óvíða er mögulegt að rannsaka með uppgreftri húsakynni af jafnfjölbreyttu tagi og frá jafnmörgum tímabilum, enda er í Skálholti að finna minjar frá öllum öldum Íslandssögunnar. Hér gefst því einstakt tækifæri til að afla upplýsinga um þau tímabil sem lítið er fjallað um í rituðum heimildum.[1]

Þar sem biskupssetrið í Skálholti hefur staðið um aldir fer ekki hjá því að vænta megi mikilla fornleifa í jörðu. Lengi hefur verið vitað að merkilegar minjar væru undir sverði á þessum forna höfuðstað landsins.

Þó að raunverulegar fornleifarannsóknir hæfust ekki í Skálholti fyrr en eftir miðja 20. öld komu þar ýmsir fornfræðingar á 19. öld sem skráðu upplýsingar um fornleifar í Skálholti.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Fornleifastofnun Íslands ses. „Skálholt“. Saga staðarins. Sótt 22. febrúar 2003.
  2. Mjöll Snæsdóttir, Gavin Lucas og Orri Vésteinsson (2006). Saga Biskupsstólanna. Fornleifar og rannsóknir í Skálholti. Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar. bls. 675.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.