Jónas Árnason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jónas Árnason (28. maí 1923 á Vopnafirði5. apríl 1998) var alþingismaður og rithöfundur. Hann tók stúdentspróf frá MR 1942. Nam við Háskóla Íslands 1942 – 1943, nám í blaðamennsku 1943 – 1944 við American University í Washington og University of Minnesota í Minneapolis í USA.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Jónas starfaði við blaðamennsku og sjómennsku á yngri árum. Hann starfaði við kennslu á árunum 1954 – 1980. Jónas sat á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1949 til 1953 og fyrir Alþýðubandalagið frá 1967 til 1979. Jafnframt var hann virkur í Samtökum hernáms- og herstöðvaandstæðinga. Meðfram störfum sínum samdi Jónas leikrit í samvinnu við bróður sinn Jón Múla. Mörg leikritanna eru með tónlist og hafa orðið vinsæl svo sem Deleríum Búbónis og Þið munið hann Jörund. Hann skrifaði fjölmargt annað svo sem greinar, sagnfræði og minningar auk þess var hann ljóðskáld gott og samdi fjölmarga vinsæla söngtexta.

Ritverk[breyta | breyta frumkóða]

Við hljóðnemann 1950, ásamt Birni Th. Björnssyni. Reykjavík [Hólum], Útgefendur Björn Th. Björnsson & Jónas Árnason, 1950.
Veturnóttakyrrur, Útgefandi: Reykjavík, Heimskringla, 1952
Fólk, þættir og sögur, Útgefandi: Reykjavík, Heimskringla, 1954
Sjór og menn, Útgefandi: Reykjavík, Heimskringla, 1956
Deleríum búbónis: gamanleikur með söngvum í þremur þáttum. Útgefandi: Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs, 1961
Sprengjan og pyngjan : greinar og ræður, Útgefandi: Reykjavík, Heimskringla, 1962
Undir Fönn: frásagnir Ragnhildar Jónasdóttur um dýr og menn með lítilsháttar ívafi frá öðrum, Útgefandi: Reykjavík, Ægisútgáfan, 1963
Aflamenn, ásamt Ása í Bæ og fleirum. Útgefandi: Reykjavík, Heimskringla, 1963
Fleira fólk, Teikningar eftir Kjartan Guðjónsson, Útgefandi: Reykjavík, Reykjaforlagið, 1984
Furður og feluleikir: limrur og ljóð í sama dúr, Útgefandi: Akranes, Hörpuútgáfan, 1995

Einnig:
Rúnar Ármann Arthúrsson: Jónas Árnason: viðtalsbók. Útgefandi: Reykjavík, Svart á hvítu, 1985.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Vefheimild: Alþingi.is
  • Kennaratal á Íslandi (Reykjavík, 1987).