Ísabella af Aragóníu, Frakklandsdrottning
Ísabella af Aragóníu (1247 – 28. janúar 1271) var konungsdóttir frá Aragóníu og drottning Frakklands í tæplega hálft ár, frá því í ágústlok 1270 til dauðadags.
Ísabella var dóttir Jakobs 1., konungs Aragóníu, og annarrrar konu hans, Jólöntu (Víólöntu) af Ungverjalandi, dóttur Andrésar 2. Ungverjalandskonungs. Hún giftist Filippusi, krónprinsi Frakklands, í Clermont 28. maí 1262. Þau eignuðust fjóra syni en tveir komust til fullorðinsára, þeir Filippus fagri og Karl af Valois. Elsti sonurinn, Loðvík, dó 11 ára að aldri árið 1276 og var talið að hann hefði verið myrtur með eitri.
Ísabella fylgdi manni sínum þegar hann fór í Áttundu krossferðina til Túnis en þar lést Loðvík 9., faðir Filippusar, og hann varð konungur. Á heimleiðinni höfðu konungshjónin viðstöðu á Ítalíu. Ísabella var komin sex mánuði á leið og 11. janúar, þegar þau voru nýlögð af stað aftur heim til Frakklands, féll hún af hestbaki og slasaðist. Hún ól barn sitt fyrir tímann og dó svo 28. janúar.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Isabella of Aragon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 2. október 2010.