Rudy Giuliani
Jump to navigation
Jump to search
Þessi æviágripsgrein sem tengist stjórnmálum og Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Rudolph William Louis „Rudy“ Giuliani (f. 28. maí 1944) er bandarískur stjórnmálamaður, fæddur í Brooklyn í New York fylki. Hann gegndi stöðu borgarstjóra New York borgar á árunum 1994-2001. Hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 voru gerðar undir lok borgarstjóratíðar Giuliani og hann varð mjög kunnur og vinsæll fyrir viðbrögð sín við árásunum.
Giuliani sóttist eftir tilnefningu repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 en hætti eftir slakt gengi í forkosningunum í Flórída. Hann gaf í kjölfarið þá yfirlýsingu að hann myndi styðja John McCain. Frá árinu 2018 hefur Giuliani unnið sem lögfræðingur fyrir Donald Trump Bandaríkjaforseta.[1]
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ „Giuliani til starfa fyrir Trump“. mbl.is. 20. apríl 2018. Sótt 24. október 2020.
Fyrirrennari: David Dinkins |
|
Eftirmaður: Michael Bloomberg |
