22. nóvember
Útlit
Okt – Nóvember – Des | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
2024 Allir dagar |
22. nóvember er 326. dagur ársins (327. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 39 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 498 - Symmakus varð páfi.
- 1228 - Skip fórst við Vestmannaeyjar en 18 menn björguðust.
- 1286 - Hópur grímuklæddra manna drap Eirík klipping Danakonung að næturlagi í hlöðu þar sem hann hafði leitað sér skjóls í veiðiferð.
- 1357 - Nóvemberuppgjörið þar sem Eiríkur Magnússon fékk enn stærri hluta Svíþjóðar fór fram.
- 1497 - Vasco da Gama sigldi fyrir Góðrarvonarhöfða.
- 1617 - Akmeð 1. Tyrkjasoldán lést og bróðir hans Mústafa 1. tók við.
- 1641 - Langa þingið í Englandi samþykkti Kvörtunarskjalið mikla sem stefnt var gegn einveldistilburðum konungs.
- 1689 - Pétur mikli kvað á um lagningu Síberíuvegarins til Kína.
- 1699 - Danmörk, Pólsk-litháíska samveldið, Saxland og Rússland gerðu með sér Preboasjenskí-sáttmálann þar sem þau kölluðu eftir skiptingu Svíaveldis.
- 1888 - Mikið tjón varð vegna óveðurs og stórflóðs um suðvestanvert Ísland.
- 1907 - Í Reykjavík fengu giftar konur kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjórnar og nýttu sér það nokkrum mánuðum síðar.
- 1907 - Vegalög voru staðfest og kváðu þau á um að vinstri umferð væri í gildi á Íslandi. Var sú ákvörðun tekin með tilliti til kvenna, sem riðu í söðli, en þær höfðu báða fætur á vinstri hlið hestsins og hentaði vinstri umferð því betur.
- 1909 - Björn Jónsson, ráðherra Íslands, vék bankastjórn Landsbankans úr starfi „sökum magvíslegrar, megnrar og óafsakanlegrar óreglu í starfsemi yðar í stjórn bankans og frámunarlega lélegs eftirlits með honum.“
- 1920 - Grikkir samþykktu nær einróma í þjóðaratkvæðagreiðslu að setja Konstantín 1. aftur á konungsstól eftir lát sonar hans, Alexanders.
- 1949 - Borgin Sumqayit í Aserbaísjan var stofnuð.
- 1956 - Sumarólympíuleikarnir 1956 hófust í Sydney, Ástralíu.
- 1963 - John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna, var myrtur í borginni Dallas í Texas.
- 1968 - Hvíta albúmið eða The Beatles kom út í Bretlandi.
- 1973 - Vegna olíukreppunnar ákvað stjórnin í Noregi að loka öllum bensínstöðvum um helgar.
- 1974 - Palestínumönnum var veitt áheyrnarstaða hjá Sameinuðu þjóðunum.
- 1975 - Jóhann Karl 1. varð konungur Spánar eftir lát Franciscos Franco.
- 1976 - Ísraelsher kom sér fyrir við landamærin að Líbanon.
- 1977 - British Airways hóf reglulegt flug til New York með Concorde-þotu.
- 1979 - Í tilefni af ári barnsins sáu börn um meginhluta dagskrár Ríkisútvarpsins.
- 1986 - Fyrsti lottómiðinn var keyptur í Reykjavík af Steingrími Hermannssyni, þáverandi forsætisráðherra.
- 1988 - Fyrsta frumgerð Northrop Grumman B-2 Spirit-sprengjuflugvélar var kynnt í Kaliforníu.
- 1989 - Forseti Líbanons, René Moawad, var drepinn í sprengjutilræði.
- 1990 - Skautafélagið Björninn var stofnað í Reykjavík.
- 1991 - Línuskipið Eldhamar GK 13 strandaði á Hópsnesi við Grindavík. Fimm af sex manna áhöfn skipsins fórust.
- 1994 - Leikjatölvan Sega Saturn kom út í Japan.
- 1995 - Breski raðmorðinginn Rosemary West var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á 10 konum og stúlkum.
- 2004 - Appelsínugula byltingin í Úkraínu hófst með mótmælum eftir kosningasigur Viktors Janúkóvitsj.
- 2005 - Angela Merkel var kjörin kanslari Þýskalands af þýska sambandsþinginu og varð fyrsta konan til að gegna því embætti.
- 2008 - Búsáhaldabyltingin: Mótmæli urðu við lögreglustöðina á Hverfisgötu eftir handtöku eins mótmælanda frá kvöldinu áður. Piparúða var beitt á fólkið.
- 2013 - Norðmaðurinn Magnus Carlsen, 22 ára, varð heimsmeistari í skák er hann sigraði Viswanathan Anand í einvígi um heimsmeistaratitilinn.
- 2017 - Alþjóðadómstóllinn úrskurðaði að Ratko Mladić væri sekur um þjóðarmorð vegna blóðbaðsins í Srebrenica.
- 2020 – Elísabet Gunnarsdóttir þjálfari kvennaliðs Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni var valin þjálfari ársins í Svíþjóð.
- 2020 - Bandaríkin drógu sig út úr Samningi um opna lofthelgi.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1787 - Rasmus Kristján Rask, danskur málfræðingur (d. 1832).
- 1861 - Ranavalona 3., drottning Madagaskars (d. 1917).
- 1869 - André Gide, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1951).
- 1881 - Enver Pasja, hermálaráðherra Tyrkjaveldis (d. 1922)
- 1890 - Charles de Gaulle, forseti Frakklands (d. 1970).
- 1895 - Axel Andrésson, íslenskur knattspyrnumaður (d. 1961).
- 1913 - Benjamin Britten, breskt tónskáld (d. 1976).
- 1917 - Andrew Huxley, breskur líffræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 2012).
- 1917 - Hirokazu Ninomiya, japanskur knattspyrnumaður (d. 2000).
- 1940 - Terry Gilliam, bandarískur kvikmyndaleikstjóri og meðlimur Monty Python.
- 1943 - Gary Michael Heidnik, bandarískur raðmorðingi (d. 1999).
- 1944 - Takeshi Ono, japanskur knattspyrnumaður.
- 1948 - Radomir Antić, serbneskur íþróttamaður og knattspyrnuþjálfari (d. 2020).
- 1949 - Ásgeir Elíasson, íslenskur íþróttamaður og knattspyrnuþjálfari (d. 2007).
- 1950 - Halldór Jónsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1956 - Kjartan Bjargmundsson, íslenskur leikari.
- 1956 - Richard Kind, bandarískur leikari.
- 1958 - Jamie Lee Curtis, bandarísk leikkona.
- 1961 - Gary Valentine, bandarískur leikari.
- 1963 - Ingvar Eggert Sigurðsson, íslenskur leikari.
- 1965 - Þórunn Sveinbjarnardóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1977 - Annika Norlin, sænsk söngkona.
- 1982 - Steve Angello, grísk-sænskur plötusnúður.
- 1984 - Scarlett Johansson, bandarísk leikkona.
- 1987 - Marouane Fellaini, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1990 - Áslákur Ingvarsson, íslenskur leikari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 365 - Felix 2. mótpáfi.
- 1286 - Eiríkur klipping Danakonungur (f. 1249).
- 1289 - Hrafn Oddsson, hirðstjóri á Íslandi.
- 1594 - Martin Frobisher, breskur sæfari og landkönnuður (f. 1535).
- 1617 - Akmeð 1. Tyrkjasoldán (f. 1590).
- 1711 - Bernardo Pasquini, ítalskt tónskáld (f. 1638).
- 1718 - Svartskeggur sjóræningi (f. í kring um 1680).
- 1733 - Magnús Markússon, prestur á Grenjaðarstað (f. 1671).
- 1910 - Jónas Jónassen, íslenskur læknir (f. 1840).
- 1963 - John F. Kennedy, forseti Bandaríkjanna (f. 1917).
- 1963 - Aldous Huxley, enskur rithöfundur (f. 1894).
- 1981 - Sir Hans Adolf Krebs, breskur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1900).
- 2003 - Mario Beccaria, ítalskur stjórnmálamaður (f. 1920).
- 2011 - Jónas Jónasson, íslenskur útvarpsmaður (f. 1931).