The Beatles (breiðskífa)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
The Beatles
Breiðskífa eftir
Gefin út22. nóvember 1968 (1968-11-22)
Tekin upp30. maí – 14. október 1968
StúdíóEMI og Trident, London
Stefna
Lengd
  • 93:33 (stereo útgáfa)
  • 92:28 (mono útgáfa)
ÚtgefandiApple
StjórnGeorge Martin
Tímaröð – Bítlarnir
Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band
(1967)
The Beatles
(1968)
Yellow Submarine
(1969)
Tímaröð – Bítlarnir (Norður-Ameríka)
Magical Mystery Tour
(1967)
The Beatles
(1968)
Yellow Submarine
(1969)

The Beatles er níunda breiðskífa Bítlanna. Platan er tvöföld og var gefin út árið 1968. Platan er betur þekkt sem Hvíta albúmið á íslensku eða The White Album. Ástæða þeirrar nafngiftar er sú að umslag plötunnar er alhvítt og nafn hljómsveitarinnar er aðeins þrykkt í fötinn en ekki prentað í lit.

Mörg laganna á plötunni voru samin á Indlandi í ferð sem Bítlarnir fóru ásamt fríðu föruneyti til að hitta Maharishi Mahesh Yogi og til að leggja stund á hugleiðslu. Á meðal þessara laga eru „Dear Prudence“, sem samið var um Prudence Farrow (systur Miu Farrow) sem fór til Indlands með Bítlunum, og „Sexy Sadie“, sem samið var um Maharishi Mahesh Yogi. John Lennon var höfundur beggja laganna.

Eitt þekktasta lagið á plötunni er „While My Guitar Gently Weeps“ eftir George Harrison. Í laginu spilar Eric Clapton á gítar.

Á meðal annarra laga á plötunni má nefna „Back in the U.S.S.R.“, sem er í anda Beach Boys, og „Ob-La-Di, Ob-La-Da“, samið í nokkurskonar Ska-stíl. Paul McCartney samdi bæði lögin. Einnig mætti nefna „Julia“, sem John Lennon samdi í minningu móður sinnar og „Don't Pass Me By“, sem er fyrsta bítlalagið sem Ringo Starr samdi.

„Hey Jude“ eftir Paul McCartney var samið á sama tíma og lögin á Hvíta albúminu, en var gefið út á smáskífu áður en platan kom út og ekki sett á hana.

Spenna var tekin að myndast á milli meðlima sveitarinnar á meðan á upptökum plötunnar stóð og náði hún hámarki þegar Ringo Starr gekk út úr hljóðverinu og sagðist vera hættur í Bítlunum. Hann sneri þó aftur tveimur vikum síðar.

Lagalisti[breyta | breyta frumkóða]

Öll lög voru samin af Lennon–McCartney, nema þar sem annað er tekið fram. Aðalraddir samkvæmt bók Castleman og Podrazik, All Together Now, frá 1976.[1]

Upprunaleg útgáfa[breyta | breyta frumkóða]

Hlið eitt
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„Back in the U.S.S.R.“McCartney2:43
2.„Dear Prudence“Lennon3:56
3.„Glass Onion“Lennon2:18
4.„Ob-La-Di, Ob-La-Da“McCartney3:08
5.„Wild Honey Pie“McCartney0:52
6.„The Continuing Story of Bungalow Bill“Lennon, með Yoko Ono3:14
7.„While My Guitar Gently Weeps“ (George Harrison)Harrison4:45
8.„Happiness Is a Warm Gun“Lennon2:47
Samtals lengd:23:43
Hlið tvö
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„Martha My Dear“McCartney2:28
2.„I'm So Tired“Lennon2:03
3.„Blackbird“McCartney2:18
4.„Piggies“ (Harrison)Harrison2:04
5.„Rocky Raccoon“McCartney3:33
6.„Don't Pass Me By“ (Richard Starkey)Starr3:51
7.„Why Don't We Do It in the Road?“McCartney1:41
8.„I Will“McCartney1:46
9.„Julia“Lennon2:57
Samtals lengd:22:41
Hlið þrjú
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„Birthday“McCartney, með Lennon2:42
2.„Yer Blues“Lennon4:01
3.„Mother Nature's Son“McCartney2:48
4.„Everybody's Got Something to Hide Except Me and My Monkey“Lennon2:24
5.„Sexy Sadie“Lennon3:15
6.„Helter Skelter“McCartney4:30
7.„Long, Long, Long“ (Harrison)Harrison3:08
Samtals lengd:22:48
Hlið fjögur
Nr.TitillAðalraddirLengd
1.„Revolution 1“Lennon4:15
2.„Honey Pie“McCartney2:41
3.„Savoy Truffle“ (Harrison)Harrison2:54
4.„Cry Baby Cry“Lennon, með McCartney3:02
5.„Revolution 9“Raddir frá Lennon, Harrison, Ono og George Martin8:15
6.„Good Night“Starr3:14
Samtals lengd:24:21

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Castleman & Podrazik 1976, bls. 157–66.