1733
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1733 (MDCCXXXIII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 22. maí - Ásgrímur Böðvarsson dæmdur útlægur úr Sunnlendingafjórðungi fyrir þjófnað.
- 17. júní - Almyrkvi á sólu á Íslandi daginn fyrir uppstigningardag.
- Vistarbandið lagt á í ríkjum Danakonungs.
- Annað íslenska verslunarfélagið tók við einokunarversluninni.
- Jón Árnason Skálholtsbiskup stóð fyrir því að nokkrir embættismenn á Alþingi rituðu bænaskrá til konungs þar sem þeir fóru þess á leit að bannað yrði að flytja brennivín til Íslands.
- Félag lausakaupmanna á Skagaströnd reisti krambúð í Höfðakaupstað. Það er að stofni til sama hús og nú heitir Hillebrandtshús og er á Blönduósi.
Fædd
- Eiríkur Björnsson víðförli, Kínafari.
Dáin
- Um páskana - Níels Fuhrmann amtmaður dó á Bessastöðum.
- 22. nóvember - Magnús Markússon, prestur á Grenjaðarstað (f. 1671).
- Benedikt Þorsteinsson, lögmaður norðan og vestan (f. 1688).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- Þýskir herrnhutar fengu leyfi til að koma upp trúboðsstöð á Grænlandi.
- Danir keyptu eyjuna St. Croix af Frökkum. Áður áttu þeir St. Thomas og St. Jan í Vestur-Indíum.
- Kristján 4. Danakonungur lagði hornstein að Kristjánsborgarhöll. Sú höll sem þá var reist brann 1794 og var þá ekki fullbyggð.
- Átján eða tuttugu skip á leið frá Mexíkó til Spánar sukku undan strönd Flórída í óveðri.
- Pólska erfðastríðið hófst eftir að Ágúst 3. var kjörinn til að taka við konungdómi eftir lát föður síns, Ágústs sterka. Rússar studdu hann en Frakkar Stanislaw 1. Leszczynski.
- 30. september - Prentsmiðja Berlingske Tidende var stofnsett.
Fædd
- 13. mars - Joseph Priestley, breskur efnafræðingur og prestur (d. 1804).
Dáin
- 1. febrúar - Ágúst sterki Póllandskonungur (f. 1670).
- 12. september - François Couperin, franskt tónskáld (f. 1668).
- 25. október - Giovanni Girolamo Saccheri, ítalskur jesúítaprestur og stærðfræðingur (f.1667).