Áslákur Ingvarsson
Útlit
Áslákur Ingvarsson (fæddur 22. nóvember 1990 í Reykjavík) er íslenskur leikari og söngvari. Hann er sonur leikarahjónanna Ingvars Eggerts Sigurðssonar og Eddu Arnljótsdóttur.[1]
Áslákur er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndinni Kaldaljós þar sem hann lék á móti föður sínum Ingvari og yngri systur sinni Snæfríði en hann var tilnefndur til Eddu verðlaunanna fyrir leik sinn.[1] Áslákur hefur einnig tekið þátt í uppsetningum Þjóðleikhússins á sýningum á borð við Oliver Twist.[2]
Í apríl 2010 söng hann fyrir hönd Menntaskólans við Hamrahlíð í söngkeppni framhaldsskólanna á Akureyri. Hann flutti lagið Sofð þú mér hjá eftir Baggalút.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Freyr Gígja (7. apríl 2010). „Sonur Ingvars og Eddu syngur slagara Baggalúts“. Fréttablaðið. Sótt 20. október 2024 – gegnum Tímarit.is.
- ↑ „Listamaður Áslákur Ingvarsson (22.11.1990)“. leikminjasafn.is (bandarísk enska). Leikminjasafn Íslands. Sótt 20. október 2024.
Aðrar heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Prófíll á Operabase.com
- Áslákur Ingvarsson á Internet Movie Database