Ingvar Eggert Sigurðsson
Ingvar Eggert Sigurðsson | |
---|---|
![]() Ingvar Eggert Sigurðsson í júlí 2012 | |
Upplýsingar | |
Fæddur | Ingvar Eggert Sigurðsson 22. nóvember 1963 ![]() |
Ár virkur | 1990 - nú |
Maki | Edda Arnljótsdóttir |
Börn | Snæfríður Ingvarsdóttir Áslákur Ingvarsson Sigurður Ingvarsson Hringur Ingvarsson |
Helstu hlutverk | |
Grjóni í Djöflaeyjan (1996) Óli í Sporlaust (1998) Páll í Englar alheimsins (2000) Grímur eldri í Kaldaljós (2004) Erlendur í Mýrin (2006) | |
Edduverðlaun | |
Leikari/leikkona ársins í aðalhlutverki 2006 Mýrin 2004 Kaldaljós Leikari ársins í aðalhlutverki 2000 Englar alheimsins Leikari ársins 1998 Slurpinn & Co. |
Ingvar Eggert Sigurðsson (f. 22. nóvember 1963), oft nefndur Ingvar E. Sigurðsson, er íslenskur leikari og edduverðlaunahafi. Hann hefur leikið í leikhúsi, útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Hann hefur einnig starfað sem handritshöfundur og kvikmyndaframleiðandi.
Ævi[breyta | breyta frumkóða]
Ingvar fæddist 22. nóvember 1963 í Reykjavík. Árið 1990 útskrifaðist hann úr Leiklistarskóla Íslands. Ári síðar var hann ráðinn til Þjóðleikhússins þar sem hann hefur farið með fjölda hlutverka.[1]
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
Ferill í leikritum[breyta | breyta frumkóða]
Hlutverk sem Ingvar hefur leikið í Þjóðleikhúsinu eru: Pétur Gaut í Pétur Gautur, Vitju í Kæra Jelena, Tíbalt í Rómeó og Júlíu, Ingimund í Elínu Helgu Guðríði, Scullery í Stræti, Svenna í Kjaftagangi, drenginn í Stund gaupunnar, Leonardó í Blóðbrullaupi, Ormur Óðinsson í Gauragangi, Fernando Krapp í Sönnum karlmanni, Don Carlos í Don Juan, Ketil í Tröllakirkju, Prófstein í Sem yður þóknast, Sergé í Listaverkinu, Túzenbach barón í Þremur systrum og Kládíus konungur í Hamlet.
Ferill í kvikmyndum og þáttum[breyta | breyta frumkóða]
Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]
Edduverðlaunin[breyta | breyta frumkóða]
Ingvar hefur hlotið Edduverðlaunin alls fimm sinnum. Fyrst sem leikari ársins árið 1998 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slurpurinn & Co. Árið 2000 hlaut hann aftur verðlaun sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Pál í kvikmyndinni Englar alheimsins. Þá hlaut hann verðlaun árið 2004 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt sem Grímur eldri í Kaldaljós. Hann hlaut sömu verðlaun fyrir hlutverk sitt sem Erlendur í kvikmyndinni Mýrin árið 2006. Árið 2007 hlaut hann verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Foreldrar.
Gríman[breyta | breyta frumkóða]
Ingvar hefur hlotið Íslensku leiklistarverðlaunin (Grímuna) tvisvar sinnum. Árið 2006 hlaut hann verðlaunin sem leikari ársins í aukahlutverki fyrir leik sinn í leikritinu Pétur Gautur. Og árið 2011 sem leikari ársins í aðalhlutverki fyrir leik sinn í Íslandsklukkunni
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
- ↑ Ingvar E. Sigurðsson, Leikfélag.is, skoðað 13. júlí 2007
Tengill[breyta | breyta frumkóða]
Verðlaun | ||
---|---|---|
Fyrirrennari: Ný verðlaun |
Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki 1999-2000 |
Eftirfari: Jón Gnarr |