Gary Michael Heidnik

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gary Michael Heidnik (22. nóvember 19436. júlí 1999) var bandarískur morðingi frá Cleveland í Ohio sem fangaði, píndi og nauðgaði sex konum og hélt þeim fönguðum í kjallara á heimili sínu í Philadelphiu í Pennsylvaniu.

Honum gekk vel í skóla en hætti og gekk í bandaríska herinn og hvarf seinna frá hermennsku vegna geðrænna vandamála en hann greindist sem með geðklofa. Hann aflaði sér þá réttinda sem hjúkrunarfræðingur og stundaði háskólanám og starfaði sem geðhjúkrunarfræðingur en var rekinn vegna framkomu við sjúklinga. Á tímabilinu 1962 til 1987 var hann út og inn af geðsjúkrahúsum og reyndi þrettán sinnum að fremja sjálfsmorð. Móðir hans framdi sjálfsmorð 1970. Heidnik stofnaði trúarsöfnuðinn United Church of the Ministers of God árið 1971 og dafnaði söfnuður hans og óx og græddist fé og varð söfnuðurinn vel stæður. Heidnik kynntist konu frá Filippseyjum gegnum póstlistaþjónustu en hún skildi við hann eftir stutt samband.