Sumqayit

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sumqayit

Sumqayit er þriðja stærsta borg Aserbaísjan með tæplega 300 þúsund íbúa. Borgin stendur við strönd Kaspíahafs um 30 km frá Bakú. Borgin var stofnuð 22. nóvember árið 1949. Sumqayit-ofsóknirnar gegn Armenum í borginni áttu sér stað þar frá 26. febrúar til 1. mars árið 1988. Borgin var sett á lista yfir menguðustu staði jarðar árið 2006 vegna klór- og þungmálmamengunar iðnaðar frá Sovéttímanum. Krabbamein og fæðingargallar eru mun algengari í borginni en Aserbaísjan í heild. Á 21. öld hefur verið unnið að því að draga úr menguninni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.