Fara í innihald

Halldór Jónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Halldór Jónsson (f. 22. nóvember 1950 á Akureyri) er forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og fyrrum forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Halldór var bæjarstjóri á Akureyri 1990-1994.

Halldór útskrifaðist með stúdentspróf frá MA árið 1970 og lauk viðskiptafræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1977.

Halldór vann við bókhald og tölvuvinnslu hjá ríkisbókhaldi 1971-1975. Var eigandi ásamt fleirum að G.T. búðinni hf. og í hlutastarfi þar 1976-1979. Framkvæmdastjóri hjá Málmvörum hf. 1977-1979. Sölustjóri hjá G.T. búðinni hf. 1979-1980. Hafði umsjón með tölvuvinnslu bókhalds hjá Vélum og verkfærum hf. 1979-1980. Framkvæmdastjóri Norðlenskrar tryggingar hf., síðar N.T. umboðsins hf., 1980-1984.

Halldór var bæjarstjóri á Akureyri 1990-1994. Halldór var skrifstofustjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri 1984-1985 og svo framkvæmdastjóri FSA 1985-1990 og 1994-1999. Hann var forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri 1999-2013 og forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja frá 2013.

Halldór var mikill afreksmaður í rallakstri og blaki á yngri árum. Hann var margfaldur íslands- og bikarmeistari í blaki auk þess sem hann varð síðar landsliðsþjálfari Íslands í blaki karla og kvenna.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.