Bernardo Pasquini
Útlit
Bernardo Pasquini (7. desember 1638 – 22. nóvember 1711) var ítalskt tónskáld sem fékkst við óperu og kirkjutónlist. Hann fæddist í Toskana og lærði hjá Antonio Cesti og Loreto Vittori. Hann hélt ungur til Rómar og réðist þar í þjónustu Giambattista Borghese en varð síðar organisti við kirkjuna Santa Maria Maggiore. Hann varð einn af skjólstæðingum Kristínar Svíadrottningar og samdi henni til heiðurs óperuna Dov'è amore è pietà árið 1679.