Aldous Huxley
Útlit
Aldous Leonard Huxley (26. júlí 1894 – 22. nóvember 1963) var enskur rithöfundur og einn þekktasti meðlimur Huxley-fjölskyldunnar. Hann er þekktastur fyrir skáldsögur sínar, einkum dystópíuna Veröld ný og góð (enska: Brave New World), sem kom út í íslenskri þýðingu Kristjáns Oddssonar árið 1988. Huxley er einnig þekktur fyrir ritgerðir sínar um ýmis efni auk þess sem hann gaf út smásögur, kvæði og ferðasögur. Hann var einnig ritstjóri tímaritsins Oxford Poetry. Huxley varði síðustu árum ævi sinnar í Bandaríkjunum og bjó í Los Angeles frá árinu 1937 til æviloka.
Verk
[breyta | breyta frumkóða]- Crome Yellow (1921)
- Antic Hay (1923)
- Those Barren Leaves (1925)
- Point Counter Point (1928)
- Brave New World (Veröld ný og góð, 1932)
- Eyeless in Gaza (1936)
- After Many a Summer (1939)
- Time Must Have a Stop (1944)
- Ape and Essence (1948)
- The Devils of Loudun (1952)
- The Genius and the Goddess (1955)
- Island (1962)
Ítarefni
[breyta | breyta frumkóða]- Atkins, John. Aldous Huxley: A Literary Study. J. Calder, 1956.
- Bedford, Sybille. Aldous Huxley: A Biography. Harper and Row, 1974; endurskoðuð útg. Ivan R. Dee, 2002.
Þetta æviágrip sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.