Fara í innihald

Concorde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
British Airways Concorde-vél árið 1986

Concorde (fullt nafn: Aérospatiale-BAC Concorde) var hljóðfrá farþegaflugvél smíðuð með samvinnu Englendinga og Frakka af flugvélaframleiðendunum Aérospatiale og British Aircraft Corporation. Fyrsta flug Concorde-flugvélar var 2. mars 1969 frá Toulouse. Markaðurinn gaf í skyn að 350 flugvélar myndu verða framleiddar og voru komnar minnst 100 pantanir fyrir Concorde-flugvélar frá mörgum stórum flugfélögum. Árið 1975 fékk flugvélin lofthæfisskírteini og hófst þá rúm 27 ára þjónustutíð flugvélanna. [1]

Concorde-vélar flugu reglulega yfir Atlantshafið þá oftast frá London og París til New York og Washington. Með því að nota Concorce-flugvélar í flug yfir Atlantshafið var hægt að nærri helminga flugtíma milli staða.

Aðeins 20 flugvélar voru smíðaðar en þróun þeirra var ekki arðbær. Auk þess fengu flugfélögin Air France og British Airways fjárframlög frá ríkisstjórnum sínum til kaupa á vélunum. Árið 2003 hættu bæði British Airways og Air France rekstri á Concorde-flugvélum sínum og markaði það endalok Concorde. Endir Concorde hafði verið í uppsiglingu um skeið vegna hækkandi eldsneytiskostnaði á 10. áratugnum og í ljóssi þess hve neikvæð áhrif Concorde-flugvélar höfðu á ósonlagið. Í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001 og Air France 4950 flugslyssins árið 2000 hægðist á flugmarkaðnum og voru þær endanlega teknar úr rekstri.

Concorde-flugvélar voru þekktar um allan heim og eru enn í dag helgimyndir flugatvinnugreinarinnar. Concorde er eina hljóðfráa flugvélin til að vera tekin til almennra farþegaflutninga fyrir utan Tupolev-vélar sem gerðar voru í Sovétríkjunum og voru í notkun í mun skemmri tíma. Engin hljóðfrá farþegaflugvél hefur verið smíðuð síðan Concorde var í rekstri.

Hönnun[breyta | breyta frumkóða]

Teikningar af Concorde. Hér sést vel munurinn á stöðu framendans og einkennandi ogival delta vængurinn
Tölvugerð mynd af Concorde-vél sem var í rekstri British Airways
Stjórnklefi
Farþegarými

Hönnun Concorde-flugvélarinnar var það sem einkenndi hana. Ólík flestum farþegaþotum, Concorde var með svokallaðan Ogival delta væng sem virðist eins og þríhyrningur ofanfrá séð og var hún einnig það sem kallast "stéllaus flugvél" þar sem hún hafði ekki lárétta stjórnfleti á stélinu. Flugvélinni var stýrt með "fly-by-wire" kerfi sem þótti framandi á sínum tíma, það þýðir að stjórnfletir voru ekki beinteingdir við stýri heldur voru upplýsingar sendar í tölvu þegar stýri var hreyft og því tölva sem hreyfir stjórnfleti vélarinnar. Framendinn eða nefið á flugvélinni var svo stórt að það gerði útsýni úr stjórnklefa frekar lítið. Hún var því með "droop nose" eða hreyfanlegan framenda sem hægt var að færa niður svo útsýni úr stjórnklefa væri betra við flugtak og lendingu. [2] Flugvélin var knúin af fjórum Rolls-Royce/Snecma Olympus 593 Mk 610 þrýstihreyflum með afturbrennurum. Hver hreyfill gat framleitt um 38 þúsund pund af þrýstikraft. (Ensku: thrust) Þetta gerði henni kleift að fljúga á tvöföldum hljóðhraða (Mach 2) eða 2,179 km/klst. Farþegaþotur í dag fljúga á um 800-900 km/klst.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.