Concorde

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Concorde

Concorde (fullt nafn: Aérospatiale-BAC Concorde) var hljóðfrá farþegaflugvél knúin af þrýstihverfli. Flugvélin var smíðuð með samvinnu Englendinga og Frakka af flugvélaframleiðendunum Aérospatiale og British Aircraft Corporation. Fyrsta flug Concorde-flugvélar var árið 1969 en 27 ára þjónustutíð þeirra hófst árið 1976. Flugvélin gat flogið á allt að 2.000 km/klst.

Concorde-vélar flugu reglulega yfir Atlantshafið frá London Heathrow- og París Charles de Gaulles-flugvöllunum til John F. Kennedy-flugvallar í New York og Washington Dulles-flugvallar. Flugið tók helming tíma annarra flugvéla.

Aðeins 20 flugvélar voru gerðar og þróun þeirra var ekki arðbær. Auk þess fengu flugfélögin Air France og British Airways fjárframlög frá ríkisstjórnum sínum til kaupa á vélunum. Vegna einnar brotlendingar Concorde-vélar og hryðjuverkanna 11. september 2001 var ákveðið að taka Concorde úr notkun þann 26. nóvember árið 2003. Concorde-flugvélar voru þekktar um allan heim og eru enn í dag helgimyndir flugatvinnugreinarinnar. Concorde er eina hljóðfráa flugvélin til að vera tekin til almennra farþegaflutninga fyrir utan Tupolev-vélar sem gerðar voru í Sovétríkjunum og voru í notkun í mun skemmri tíma. Og því eru engar hljóðfráar flugvélar á markaðnum í dag.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.