Fara í innihald

Ár barnsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ár barnsins var árið 1979 samkvæmt Sameinuðu þjóðunum þar sem þá voru liðin 20 ár frá undirritun Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna tók þessa ákvörðun 21. desember 1976. Tilgangurinn var að hvetja ríki til að fullgilda sáttmálann og minna á þau vandamál sem börn glímdu við víða um heim, eins og vannæringu og skort á aðgengi að menntun.

Ýmsir viðburðir tengdust þessu ári eins og góðgerðatónleikarnir Music for UNICEF haldnir í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna 9. janúar.

Í tilefni af ári barnsins sáu börn alfarið um dagskrá Ríkisútvarpsins á Íslandi 22. nóvember þetta ár.