Akmeð 1.
Útlit
Akmeð 1. (ottómönsk tyrkneska: احمد اول Aḥmed-i evvel, tyrkneska: I.Ahmet; 18. apríl 1590 – 22. nóvember 1617) var Tyrkjasoldán frá 1603 til dauðadags. Hann tók við af föður sínum Memeð 3. aðeins þrettán ára gamall.
Upphaf valdatíðar hans markaðist af ósigrum Tyrkja í styrjöldum við Habsborgara annars vegar og Persaveldi hins vegar sem kostuðu Tyrkjaveldi hið árlega gjald frá Austurríki og Georgíu og Aserbaídsjan.
Akmeð er þekktastur fyrir byggingu Bláu moskunnar í Istanbúl sem var reist á árunum 1609 til 1616. Hann lést úr taugaveiki 1617.
Fyrirrennari: Memeð 3. |
|
Eftirmaður: Mústafa 1. |