2010
Útlit
(Endurbeint frá Febrúar 2010)
Árþúsund: | 3. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Árið 2010 (MMX í rómverskum tölum) var 10. ár 21. aldar og almennt ár sem hófst á föstudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Árið var útnefnt alþjóðlegt ár líffræðilegs fjölbreytileika af Sameinuðu þjóðunum.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]Janúar
[breyta | breyta frumkóða]- 1. janúar - Allir þrír handhafar forsetavalds Íslands voru konur, í fyrsta sinn í sögunni. Þetta voru Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra síðan í febrúar 2009, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis síðan í apríl 2009 og Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti Hæstaréttar frá 1. janúar 2010.
- 2. janúar - Krýsuvíkurkirkja brann til kaldra kola eftir íkveikju.
- 4. janúar - Skýjakljúfurinn Burj Khalifa í Dúbæ, Sameinuðu arabísku furstadæmunum var vígður við hátíðlega athöfn.
- 5. janúar - Ólafur Ragnar Grímsson forseti undirritaði ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave og vísaði þeim í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 8. janúar - Landslið Tógó í knattspyrnu karla varð fyrir hryðjuverkaárás á ferð sinni með rútu gegnum angólsku útlenduna Kabinda. Liðið dró sig úr Afríkukeppninni 2010 í kjölfarið.
- 12. janúar - Jarðskjálfti lagði mikinn hluta Haítí í rúst. Talið er að um 230.000 manns hafi látist.
- 14. janúar - Jemen lýsti Al-Kaída stríði á hendur.
- 15. janúar - Lengsti sólmyrkvi 3. árþúsundsins átti sér stað.
- 15. janúar - Borgarastyrjöldinni í Tjad lauk formlega.
- 17. janúar - Átök milli trúarhópa í nígeríska bænum Jos hófust.
- 19. janúar - Japanska flugfélagið Japan Airlines sótti um greiðslustöðvun eftir margra ára taprekstur.
- 25. janúar - 90 fórust þegar Ethiopian Airlines flug 409 hrapaði í Miðjarðarhafið skömmu eftir flugtak frá Beirút.
- 26. janúar - Bílasprengja sprakk við innanríkisráðuneytið í Bagdad með þeim afleiðingum að 17 létust.
- 27. janúar - Steve Jobs kynnti nýja spjaldtölvu frá Apple, iPad.
- 30. janúar - Kona lést og 7 ára drengur slasaðist er þau féllu í sprungu á Langjökli.
- 31. janúar - Íslenska handknattleikslandsliðið hlaut bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki.
Febrúar
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Höggmyndin L'Homme qui marche I eftir Alberto Giacometti seldist fyrir 65 milljón pund á uppboði sem var metfé fyrir listaverk.
- 6. febrúar - Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB aðild var stofnað.
- 8. febrúar - Geimskutlan Endeavor var send til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar.
- 9. febrúar - Snjóflóð féllu á veginn milli Kabúl og Baghlan í Afganistan með þeim afleiðingum að 150 létust.
- 9. febrúar - Goodluck Jonathan tók við völdum forseta í Nígeríu þar sem forsetinn, Umaru Yar'Adua, hafði ekki sést opinberlega frá nóvember árið áður.
- 12. - 28. febrúar - Vetrarólympíuleikar voru haldnir í Vancouver í Kanada.
- 13. febrúar - Moshtarak-aðgerðin gegn Talíbönum hófst í Afganistan.
- 15. febrúar - 18 létust þegar tvær lestar skullu saman við Halle í Belgíu.
- 15. febrúar - Líbía lokaði landamærum sínum fyrir íbúum Schengen-svæðisins.
- 18. febrúar - Forseta Níger, Mamadou Tandja, var steypt af stóli af hópi hermanna undir stjórn Salou Djibo.
- 21. febrúar - Fárviðri olli 42 dauðsföllum og mikilli eyðileggingu á eyjunni Madeira.
- 23. febrúar - Óþekktir aðilar helltu milljónum lítra af olíu í ána Lambro á Ítalíu sem olli umhverfishörmungum í Langbarðalandi og Emilíu-Romagna.
- 24. febrúar - Evrópuráðið samþykkti að hefja aðildarviðræður við Ísland.
- 25. febrúar - Viktor Janúkóvitsj tók við embætti forseta Úkraínu.
- 27. febrúar - Jarðskjálfti varð í Chile, 8,8 á Richter; einn öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur. Mikið eignatjón varð og minnst 525 létu lífið.
Mars
[breyta | breyta frumkóða]- 4. mars - Jarðskjálfti af stærðinni 6,4 mældist sunnan við Taívan.
- 6. mars - Þjóðaratkvæðagreiðsla um ríkisábyrgð vegna Icesave fór fram. Þátttaka var 62%; þar af sögðu rúm 93% nei.
- 7. mars - Kathryn Bigelow var fyrsta konan sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn fyrir kvikmyndina Sprengjusveitin.
- 8. mars - Um 500 létust í átökum milli trúarhópa í Nígeríu.
- 8. mars - 51 fórst í jarðskjálfta í Tyrklandi.
- 16. mars - Kasubigrafhýsin í Úganda eyðilögðust í eldi.
- 19. mars - 200 fórust í skriðu við Freetown í Líberíu.
- 20. mars - Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi. Því lauk 13. apríl.
- 21. mars - Bæir í Fljótshlíð og undir Eyjafjöllum voru rýmdir vegna þess að eldgos var hafið í Fimmvörðuhálsi við Eyjafjallajökul.
- 23. mars - Nektardans var bannaður á Íslandi.
- 23. mars - Lög um vernd sjúklinga og heilbrigðisþjónustu á sanngjörnu verði, einnig þekkt sem Obamacare, voru undirrituð í Bandaríkjunum.
- 26. mars - 46 fórust þegar kóreska herskipið Cheonan sökk við vesturströnd landsins með 104 um borð.
- 29. mars - 40 létust í hryðjuverkaárás á neðanjarðarlestarstöðvar í Moskvu.
Apríl
[breyta | breyta frumkóða]- 3. apríl - Apple Inc setti iPad á markað.
- 6. apríl - Karl og kona urðu úti á Emstrum eftir að hafa villst þangað á bíl á leið frá eldgosinu á Fimmvörðuhálsi. Kona sem var með þeim bjargaðist.
- 7. apríl - Forseti Kirgistan, Kurmanbek Bakijev, flúði land vegna mótmælaöldu í höfuðborginni Biskek.
- 8. apríl - Bandaríkin og Rússland endurnýjuðu START-samninginn um fækkun kjarnavopna.
- 10. apríl - Flugvél fórst í aðflugi að flugvellinum í Smolensk í Rússlandi. Um borð voru Lech Kaczyński, forseti Póllands, kona hans og fjölmargir háttsettir menn úr pólska hernum. Allir um borð fórust, 96 alls.
- 12. apríl - Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var lögð fram.
- 13. apríl - Jarðskjálfti varð í vestanverðu Kína, 6,8 á Richter. Yfir 1000 manns fórust í skjálftanum.
- 14. apríl - Eldgos hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls. Aska frá gosinu truflaði flugumferð í allri Vestur-Evrópu.
- 15. apríl - Kraftlyftingasamband Íslands var stofnað.
- 17. apríl - Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði af sér og tók sér hlé frá þingstörfum. Áður höfðu Björgvin G. Sigurðsson, Samfylkingu, og Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, einnig tekið sér hlé frá þingstörfum vegna upplýsinga sem fram komu í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.
- 20. apríl - Sprenging í olíuborpallinum Deepwater Horizon í Mexíkóflóa olli olíuleka sem stórskaðaði vistkerfi flóans.
- 27. apríl - Standard & Poor's færði lánshæfismat Grikklands niður í ruslflokk 4 dögum eftir virkjun 45 milljarða evra björgunarpakka frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
- 30. apríl - Vinsælu sjónvarpsþættirnir Steindinn okkar hófust á Stöð 2 með Steinda JR. í aðalhlutverki.
Maí
[breyta | breyta frumkóða]- Maí - Markaðssetningarátakið Inspired by Iceland hófst.
- 2. maí - Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn samþykktu 110 milljarða evru lán til Grikklands og settu skilyrði um mikinn niðurskurð og aðhald í ríkisfjármálum.
- 6. maí - Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi háttsettir starfsmenn KB banka, voru handteknir eftir skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara.
- 6. maí - Í þingkosningum í Bretlandi náði enginn einn stjórnmálaflokkur hreinum meirihluta í fyrsta skiptið í 36 ár.
- 6. maí - Dow Jones-vísitalan hrapaði um nærri þúsund punkta, og hafði ekki áður fallið jafn mikið á einum degi.
- 7. maí - Chile varð 31. aðildarland OECD.
- 8. maí - Yfir 100 létust í Síberíu þegar gassprenging varð í námugöngum.
- 11. maí - David Cameron tók við embætti forsætisráðherra Bretlands.
- 12. maí - Afriqiyah Airways flug 771 hrapaði við Alþjóðaflugvöllinn í Trípólí með þeim afleiðingum að 103 af 104 um borð fórust.
- 13. maí - Herforinginn Khattiya Sawasdipol, einn af leiðtogum mótmælenda í Taílandi, var skotinn til bana af leyniskyttu þar sem hann talaði við blaðamann frá The New York Times í Bangkok.
- 19. maí - Lögregla réðist gegn mótmælendum í Bangkok í Taílandi með þeim afleiðingum að 91 lést.
- 20. maí - Fimm málverkum, þar á meðal eftir Pablo Picasso, Amedeo Modigliani og Fernand Léger, var stolið frá safninu Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris.
- 22. maí - 158 fórust þegar Air India Express flug 812 ók út af flugbraut á Alþjóðaflugvellinum í Mangalore.
- 25. maí - Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2010 hófst.
- 29. maí - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi. Mesta athygli vakti árangur Besta flokksins í Reykjavík en hann fékk flest atkvæði allra flokka og 6 borgarfulltrúa kjörna.
- 29. maí - Lena Meyer-Landrut sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Þýskaland með laginu „Satellite“.
- 31. maí - Níu aðgerðasinnar úr Frelsisflotanum létust í átökum við Ísraelsher þegar þeir reyndu að rjúfa einangrun Gasastrandarinnar.
Júní
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júní - Einn af stofnendum Al Kaída, Mustafa Abu al-Yazid, var drepinn í drónaárás í Pakistan.
- 2. júní - Skotárásin í Cumbria: Leigubílstjórinn Derrick Bird skaut 22 á fjórum tímum, þar af létust 12.
- 10. júní - Átök milli Kirgisa og Úsbeka í Kirgistan leiddu til dauða hundruða manna.
- 11. júní - Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu hófst í Suður-Afríku.
- 15. júní - Nýr meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar tók við völdum í borgarstjórn Reykjavíkur. Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri.
- 16. júní - Hæstiréttur Íslands kvað upp úrskurð um að gengistryggð lán væru ólögmæt.
- 16. júní - Barack Obama hélt sína fyrstu sjónvarpsræðu úr forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. Ræðan fjallaði um Deepwater Horizon-olíuslysið.
- 19. júní - Bandaríska teiknimyndin Aulinn ég var frumsýnd.
- 19. júní - Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar gekk að eiga Daniel Westling í Stokkhólmi.
- 22. júní - Léttlestarkerfi Björgvinjar hóf starfsemi í Björgvin í Noregi.
- 22. júní - Mari Kiviniemi tók við embætti forsætisráðherra Finnlands eftir afsögn Matti Vanhanen.
- 24. júní - Julia Gillard varð sjálfkjörin formaður ástralska verkamannaflokksins og varð forsætisráðherra Ástralíu eftir afsögn Kevin Rudd.
- 29. júní - Miklar monsúnrigningar ollu flóðum í héraðinu Khyber Pakhtunkhwa í Pakistan. Yfir 1600 fórust.
Júlí
[breyta | breyta frumkóða]- 1. júlí - Herskylda var afnumin í Svíþjóð.
- 8. júlí - Sólarorkuknúna flugvélin Solar Impulse lauk við fyrsta 24 tíma langa flug slíkrar flugvélar.
- 10. júlí - Um milljón manna tók þátt í mótmælum í Barselóna þar sem krafist var aukinnar sjálfstjórnar.
- 11. júlí - Spánverjar urðu heimsmeistarar í knattspyrnu eftir að hafa sigrað Hollendinga 1-0 í úrslitaleik keppninnar í Suður-Afríku.
- 11. júlí - 60 létust í sprengjutilræðum í Kampala, Úganda. Hryðjuverkasamtökin Al-Shabaab lýstu ábyrgð á hendur sér.
- 15. júlí - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð í Argentínu, fyrstu suðuramerískra landa.
- 21. júlí - Áætlunarsiglingar til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn hófust.
- 21. júlí - Slóvenía gerðist aðili að OECD.
- 22. júlí - Alþjóðadómstóllinn í Haag lýsti því yfir að sjálfstæðisyfirlýsing Kosóvó bryti ekki í bága við alþjóðalög.
- 22. júlí - Netsamfélagið Facebook tilkynnti að fjöldi notenda væri orðinn hærri en 500 milljónir.
- 24. júlí - 21 létust í troðningi á hátíðinni LoveParade í Duisburg í Þýskalandi.
- 25. júlí - Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks birti leyniskjöl sem fjölluðu um þátttöku Bandaríkjahers í stríðinu í Afganistan.
- 29. júlí - 1600 manns fórust í miklum flóðum í kjölfar monsúnrigninga í Khyber Pakhtunkhwa í Pakistan.
- 30. júlí - Airblue flug 202 hrapaði við Islamabad í Pakistan. Allir 152 um borð fórust. Þetta var versta flugslys í sögu Pakistan.
Ágúst
[breyta | breyta frumkóða]- 1. ágúst - Embætti umboðsmanns skuldara tók til starfa.
- 5. ágúst - Hrun í San José-námunni í Atacma-eyðimörkinni í norðanverðu Chile varð til þess að 33 námaverkamenn lokuðust inni.
- 7. ágúst - Juan Manuel Santos tók við embætti forseta Kólumbíu.
- 10. ágúst - Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti því yfir að svínaflensufaraldrinum væri lokið.
- 17. ágúst - Bandaríkin og Suður-Kórea hófu heræfinguna Ulchi Freedom Guardian.
- 19. ágúst - Síðustu bandarísku bardagasveitirnar yfirgáfu Írak en um 50.000 hermenn voru áfram í landinu.
- 20. ágúst - Fyrsti þáttur Ameríska draumsins var frumsýndur á Stöð 2.
- 21. ágúst - Sporvagnalínan Spårväg City var opnuð í Stokkhólmi.
- 22. ágúst - Námaverkamennirnir í San José-námunni fundust í neyðarathvarfi á 700 metra dýpi og voru allir á lífi. Talið var að það gæti tekið allt að fjóra mánuði að bjarga þeim þaðan.
- 23. ágúst - Gíslatakan í Manila 2010: Sjö létust þegar lögreglumaður í Manila rændi rútu með ferðafólki frá Hong Kong.
- 24. ágúst - Árásin á Hótel Muna: Liðsmenn al-Shabaab réðust á hótel í Mógadisjú. 32 létust í átökunum, þar á meðal 11 sómalskir þingmenn.
- 27. ágúst - Menningarhúsið Hof var tekið í notkun á Akureyri.
- 28. ágúst - 190 km löng járnbraut, Botniabanan, var vígð í Norður-Svíþjóð eftir 11 ára framkvæmdir.
September
[breyta | breyta frumkóða]- 1. september - 30 létust og 250 særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Lahore í Pakistan.
- 1. september - 6 mótmælendur í mótmælum gegn háu matarverði í Mósambík voru skotnir til bana af lögreglu.
- 1. september - Barack Obama lýsti því yfir að Íraksstríðinu væri lokið.
- 4. september - Jarðskjálfti upp á 7,1 stig reið yfir Christchurch á Nýja-Sjálandi og olli miklu tjóni.
- 5. september - Aðskilnaðarhreyfing Baska lýsti einhliða yfir vopnahléi.
- 7. september - Ísrael gerðist aðili að OECD.
- 10. september - 25 manns voru myrtir á einum degi í Ciudad Juárez í Mexíkó.
- 10. september - Sprengja sprakk á Hotel Jørgensen í Kaupmannahöfn. Sá eini sem særðist var hryðjuverkamaðurinn Lors Doukaiev sem var handtekinn í kjölfarið.
- 28. september - Alþingi samþykkti með naumum meirihluta að kalla saman Landsdóm og ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, en felldi tillögur um að ákæra Árna M. Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson.
- 28. september - Óveður sem gekk yfir Oaxaca í Mexíkó olli sjö dauðsföllum.
- 30. september - Hópur lögreglumanna í Ekvador hertóku þingið og forsetann, Rafael Correa, vegna óánægju með laun sín.
Október
[breyta | breyta frumkóða]- 2. október - Héðinsfjarðargöng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar annars vegar og Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar hins vegar vígð.
- 3. október - Þýskaland lauk við greiðslu stríðsskaðabóta sem kveðið var á um í Versalasamningnum frá 1919.
- 10. október - Hollensku Antillaeyjar voru leystar upp í fjögur lönd.
- 12. október - Alþingi kaus saksóknara til að fara með mál á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi.
- 13. október - Námaverkamönnunum 33 sem lokaðir höfðu verið inni í San José-námunni í 69 daga var bjargað upp um borholu, um 60 cm í þvermál, sem boruð hafði verið niður til þeirra. Sjálf björgunin tók tæpan sólarhring.
- 22. október - Alþjóðlega geimstöðin sló metið fyrir lengstu mannabyggð í geimnum en hún hafði hýst fólk samfleytt frá 2. nóvember 2000.
- 24. október - Gerpla vann Evrópumeistaratitilinn í fimleikum, fyrst íslenskra liða.
- 25. október - Yfir 400 fórust í jarðskjálfta og flóðbylgju sem reið yfir vesturströnd Súmötru.
- 26. október - Um 300 fórust vegna endurtekinna gusthlaupa í Merapifjalli á Jövu í Indónesíu.
- 29. október - Stöð 1 hóf útsendingar á Íslandi.
- 31. október - Yfir 30 létust þegar Al-Kaída gerði árás á sýrlensk-kaþólska kirkju í Bagdad.
- 31. október - Dilma Rousseff var kjörin forseti Brasilíu, fyrst kvenna.
- 31. október - Heimssýningin í Sjanghæ hófst.
Nóvember
[breyta | breyta frumkóða]- 1. nóvember - 58 létust þegar lögregla réðist inn í kirkju í Bagdad þar sem yfir 100 manns var haldið í gíslingu.
- 6. nóvember - Þjóðfundur um stjórnarskrá á Íslandi 2010 hófst.
- 9. nóvember - 5,6 milljón eintök af tölvuleiknum Call of Duty: Black Ops seldust á einum sólarhring, sem var met.
- 11. nóvember - Fundur G-20 hófst í Seúl. Viðfangsefni fundarins voru viðbrögð við Alþjóðlegu fjármálakreppunni.
- 12. nóvember - Asíuleikarnir hófust í Guangzhou í Kína.
- 13. nóvember - Aung San Suu Kyi var leyst úr stofufangelsi í Mjanmar.
- 19. nóvember - Óeirðir brutust út í Port-au-Prince vegna ásakana um að friðargæsluliðar Sþ hefðu breitt út kóleru.
- 19. nóvember - Jan Mayen var gert að friðlandi.
- 21. nóvember - Ísrael hóf að reisa 25 mílna langan múr á landamærum Gasa og Egyptalands.
- 21. nóvember - Evruríkin samþykktu fjárhagsaðstoð handa Írlandi.
- 23. nóvember - Norðurkóreski herinn gerði stórskotaárás á suðurkóresku eyjuna Yeonpyeong.
- 27. nóvember - Kosningar til stjórnlagaþings fóru fram á Íslandi.
- 28. nóvember - Uppljóstrunarvefurinn WikiLeaks hóf birtingu á um 250.000 leyniskjölum úr bandaríska utanríkisráðuneytinu.
- 29. nóvember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2010 hófst í Cancún í Mexíkó.
- 30. nóvember - Tilkynnt var hverjir hefðu hlotið kosningu til Stjórnlagaþings 2011.
Desember
[breyta | breyta frumkóða]- 9. desember - Nýr Icesave-samningur á milli íslensku og bresku ríkisstjórnanna var kynntur á blaðamannafundi.
- 9. desember - Við atkvæðagreiðslu á Alþingi um fjárlagafrumvarp sat Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hjá og er það hugsanlega í eina skiptið í sögu Íslands sem stjórnarþingmaður greiðir ekki atkvæði með fjárlagafrumvarpi.
- 9. desember - Eistland varð aðili að OECD.
- 10. desember - Afhending friðarverðlauna Nóbels fór fram í Osló en viðtakandinn, Liu Xiaobo, var ekki viðstaddur því hann sat í fangelsi í heimalandi sínu, Kína.
- 11. desember - Sprengingarnar í Stokkhólmi 2010: Maður sprengdi sjálfan sig í bíl sínum í miðborg Stokkhólms.
- 17. desember - Arabíska vorið: Mótmæli hófust í Túnis í kjölfar sjálfsmorðstilraunar götusalans Mohamed Bouazizi.
- 20. desember - 7 létust þegar jarðskjálfti reið yfir Íran.
- 21. desember - Tunglmyrkva bar upp á vetrarsólstöður á norðurhveli jarðar og sumarsólstöður á suðurhveli jarðar í fyrsta sinn frá árinu 1638.
- 25. desember - Eiturlyfjabaróninn Pedro Oliveiro Guerrero var skotinn til bana af Kólumbíuher.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Sigurður Guðmundsson, íslenskur vígslubiskup (f. 1920).
- 12. janúar - Zilda Arns, brasilískur barnalæknir og heilsustarfsmaður (f. 1934).
- 15. janúar - Marshall Warren Nirenberg, bandarískur lífefnafræðingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1927).
- 22. janúar - Jean Simmons, bresk leikkona (f. 1929).
- 27. janúar - J. D. Salinger, bandarískur rithöfundur (f. 1919).
- 1. febrúar - Steingrímur Hermannsson, fyrrum forsætisráðherra Íslands (f. 1928).
- 14. febrúar - Dick Francis, breskur rithöfundur (f. 1920).
- 15. febrúar - Ármann Snævarr, prófessor og fyrrverandi háskólarektor (f. 1919).
- 20. febrúar - Alexander Haig, hershöfðingi og fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. 1924).
- 3. mars - Michael Foot, breskur stjórnmálamaður (f. 1913).
- 3. mars - Jón Hnefill Aðalsteinsson, íslenskur þjóðfræðingur (f. 1927).
- 7. mars - Kenneth Dover, breskur fornfræðingur (f. 1920).
- 14. mars - Peter Graves, bandarískur leikari (f. 1926).
- 27. mars - Vasilíj Smyslov, rússneskur skákmeistari (f. 1921).
- 3. apríl - Eugene Terre'Blanche, suðurafrískur aðgerðasinni (f. 1941).
- 4. apríl - Jón Böðvarsson, skólameistari og fræðimaður (f. 1930).
- 8. apríl - Malcolm McLaren, breskur tónlistarmaður og umboðsmaður (f. 1946).
- 10. apríl - Lech Kaczyński, forseti Póllands (f. 1949).
- 15. apríl - Jack Herer, bandarískur baráttumaður fyrir lögleiðingu kannabiss (f. 1939).
- 5. maí - Umaru Yar'Adua, forseti Nígeríu (f. 1951).
- 7. maí - Fríða Á. Sigurðardóttir, íslenskur rithöfundur (f. 1940).
- 8. maí - Andor Lilienthal, ungverskur skákmeistari (f. 1911).
- 28. maí - Gary Coleman, bandarískur leikari (f. 1968).
- 29. maí - Dennis Hopper, bandarískur leikari (f. 1936).
- 3. júní - Pétur Sigurgeirsson, biskup Íslands (f. 1919).
- 13. júní - Guðmundur Georgsson, íslenskur læknir og friðarsinni.
- 18. júní - José Saramago, portúgalskur rithöfundur (f. 1922).
- 28. júní - Robert Byrd, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1917).
- 20. júlí - Benedikt Gröndal, íslenskur stjórnmálamaður og fyrrverandi forsætisráðherra (f. 1924).
- 8. ágúst - Patricia Neal, bandarísk leikkona (f. 1926).
- 9. ágúst - Ted Stevens, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1923).
- 17. ágúst - Francesco Cossiga, forseti Ítalíu (f. 1928).
- 30. ágúst - Francisco Varallo, argentinskur knattspyrnumaður (f. 1910).
- 9. september - Bent Larsen, danskur skákmeistari (f. 1935).
- 12. september - Claude Chabrol, franskur leikstjóri (f. 1930).
- 26. september - Gloria Stuart, bandarísk leikkona (f. 1910).
- 29. september - Tony Curtis, bandarískur leikari (f. 1925).
- 3. október - Philippa Foot, breskur heimspekingur (f. 1920).
- 4. október - Norman Wisdom, breskur leikari og grínisti (f. 1915).
- 9. október - Maurice Allais, franskur hagfræðingur (f. 1911).
- 14. október - Benoit Mandelbrot, fransk-bandarískur stærðfræðingur (f. 1924).
- 27. október - Nestor Kirchner, forseti Argentínu (f. 1950).
- 12. nóvember - Henryk Gorecki, pólskt tónskáld (f. 1933).
- 15. nóvember - Ángel Rubén Cabrera, úrúgvæskur knattspyrnumaður (f. 1939).
- 28. nóvember - Leslie Nielsen, kanadískur leikari (f. 1926).
- 15. desember - Jean Rollin, franskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1938).
- 26. desember - Teena Marie, bandarísk söngkona (f. 1956).
- 30. desember - Thomas Funck, sænskur rithöfundur (f. 1919).