Fara í innihald

Fernand Léger

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fernand Léger

Joseph Fernand Henri Léger (4. febrúar 1881 - 17. ágúst 1955) var franskur myndlistarmaður og kvikmyndagerðarmaður. Í fyrstu verkum sínum þróaði hann persónulegt form kúbisma (sem hann kallaði „túbisma“) sem hann breytti smám saman í myndrænni, alþýðilegri stíl. Sterk og einfölduð meðferð hans á nútímalegum viðfangsefnum hefur orðið til þess að litið er á hann sem fyrirrennara popplistar.