Jan Mayen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jan Mayen er líka nafn á íslenskri hljómsveit.
Staðsetning Jan Mayen sýnd á korti.
Hæðarkort.
Beerenberg á Jan Mayen

Jan Mayen er norsk eldvirk eyja í Norður-Íshafi, um 550 km norðaustur af Íslandi. Eyjan er um 380 km² að flatarmáli, 53,6 km löng, með strandlengju upp á 124 km og breidd hennar er á bilinu 2,5 – 15,8 km. Jan Mayen teygir sig frá suðvestri til norðausturs og á norðausturhluta eyjarinnar er hið risavaxna eldfjall Beerenberg sem er 2277 m hátt. Jan Mayen teygir sig frá 70°50'N og 9°03'W í suðri til 71°10'N og 7°57'W í norður.

Eyjan er á heitum reit og hafa eldgos verið tíð í Beerenberg síðustu aldir, það síðasta árið 1985. Þar áður urðu eldgos árin 1973 og 1970. Allt voru þetta tiltölulega lítil sprungugos í hlíðum fjallsins. Sögulegar heimildir eru til um gos árin 1732, 1818 og 1851.

Aðeins einn bær er á eynni, Olonkinbyen og búa þar 18 íbúar. Eyjunni er stjórnað af norska fylkinu Nordland.

Fundur og nafngift[breyta | breyta frumkóða]

Ekki er óhugsandi að það hafi einmitt verið Jan Mayen sem Beda prestur fann á 6. öld e.Kr. þegar hann segir frá eldi spúandi eyju í norðri þar sem dagur var allan sólarhringinn. Einnig má vel vera að sæfarar víkingaaldar hafi vitað um eyjuna. En Henry Hudson fann síðan eyjuna árið 1607 á einni fjögurra ferða sinna um Norður-Íshafið er hann var að leita að siglingaleið til Kína. Hvalveiðimenn sigldu í kjölfarið til eyjarinnar og árið 1614 var henni gefið nafnið Jan Mayen eftir hollenska hvalveiðiskipstjóranum Jan Jacobs May van Schellinkhout.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

erlendir

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.