Fara í innihald

Þingkosningar í Bretlandi 2010

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurflokkurinn í hverju kjördæmi er táknaður með lit.

Þingkosningar í Bretlandi 2010 voru haldnir þann 6. maí en kosið var um 650 þingsæti í neðri deild breska þingsins. Sætunum hafði fækkað frá síðustu kosningunum árið 2005, en á þeim tíma voru þau 656. Niðurstaða kosninganna var ekki afgerandi en enginn flokkur náði meirihluta. Þetta leiddi til myndunar fyrstu samsteypustjórnar í Bretlandi í 36 ár, með Íhaldsflokknum og Frjálslyndum demókrötum.

Aðdragandi

[breyta | breyta frumkóða]

Dagsetning kosninganna var tilkynnt þann 6. apríl 2010 þegar Gordon Brown þáverandi forsætisráðherra heimsótti Elísabetu 2. í Buckinghamhöll. Þar bað hann hana um að leysa þingið upp þann 12. apríl og að kosningarnir yrðu haldnir þann 6. maí. Kosningarnir voru haldnir alls staðar 6. maí nema í kjördæminu Thirsk and Malton þar sem þeir voru haldnir 27. maí vegna óvænts andláts eins frambjóðenda þar.

Vegna slæmra niðurstaðna í skoðunarkönnunum beið þáverandi stjórn Verkamannaflokksins fram á síðustu stundu áður en þeir boðuðu til kosninga. Annars þyrfti að halda kosningana þann 17. maí, fimm árum eftir að þingi fundaði eftir síðustu kosningana.

Í aðdraganda þessara kosningana var í fyrsta skipti umræðu sjónvarpað í beinni sem leiðtogar aðalflokkanna þrigga tóku allir þátt í. Umræðan styrkti stöðu Frjálslyndra demókrata í skoðunarkönnunum.

Niðurstaða

[breyta | breyta frumkóða]

Strax eftir að kosningarnir höfðu verið haldnir kom í ljós að enginn aðalflokkanna þriggja (Íhaldsflokkurinn, Verkamannaflokkurinn né Frjálslyndir demókratar) höfðu náð þeim 326 sætum sem þurfti til að mynda meirihlutastjórn. Þessar aðstæður — þing án hreinrar meirihlutastjórnar — eru frekar sjaldgæfar í Bretlandi og nefnast „hengt þing“ í daglegu tali. Síðasta skiptið hengt þing hafði komið upp áður var í febrúar 1974 en í kjölfar þess komu skyndikosningar seinna sama ár. Fyrir það var hengt þing árið 1929.

Myndun ríkisstjórnar

[breyta | breyta frumkóða]

Bæði Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn buðu Frjálslyndum demókrötum um náið samstarf til að mynda ríkisstjórn. Frjálslyndir demókratar stóðu fastir við afstöðu sína að stærsti flokkurinn skyldi fá tækifærið til að mynda ríkisstjórn fyrst og því hófust umræður við Íhaldsflokkinn daginn eftir kosningana.

Þangað til þingmálið hafði verið leyst var Gordon Brown í embætti forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar. Um fágæti er að ræða í breskum stjórnmálum, því yfirleitt yfirgefur fyrrverandi forsætisráðherrann heimilið í 10 Downing Street daginn eftir kosningana.

Þann 11. maí 2010 skipaði Elísabet 2. David Cameron (Íhaldsflokkurinn) að mynda nýja ríkisstjórn, samhliða Gordon Brown hætti í embætti forsætisráðherra og sagði af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Þar með var ljóst að Íhaldsflokkurinn myndi ásamt Frjálslyndum demókrötum mynda samsteypustjórn. Þetta var fyrsta samsteypustjórnin í Bretlandi í 65 ár og fyrsta skiptið sem Frjálslyndir demókratar höfðu verið í ríkisstjórninni frá 1922. Stjórnin er sú fyrsta í Bretlandi með bæði íhaldssömum og frjálslyndum flokkum.