Handhafi forsetavalds

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Handhafi forsetavalds er sá sem fer með embættisskyldur forseta í fjarveru hans.

Á Íslandi kveður 8. grein stjórnarskrárinnar svo á:

  • 8. gr. Nú verður sæti forseta lýðveldisins laust eða hann getur ekki gegnt störfum um sinn vegna dvalar erlendis, sjúkleika eða af öðrum ástæðum, og skulu þá forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti hæstaréttar fara með forsetavald. Forseti Alþingis stýrir fundum þeirra. Ef ágreiningur er þeirra í milli, ræður meiri hluti.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.