Deepwater Horizon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Deepwater Horizon eftir sprenginguna

Deepwater Horizon var fljótandi olíuborpallur í eigu Transocean en leigður til BP. Hann var smíðaður árið 2001 af Hyundai Heavy Industries í Suður-Kóreu. Árið 2009 boraði hann dýpstu borholu sem gerð hafði verið (yfir 10km djúpa) á Tiber-olíusvæðinu á bandarísku hafsvæði í Mexíkóflóa. Þann 20. apríl 2010 varð sprenging á pallinum þar sem hann var að bora á Macondo-könnunarsvæðinu austar í flóanum, með þeim afleiðingum að 11 starfsmenn létust og upp kom óslökkvandi eldur. Tveimur dögum síðar sökk borpallurinn og olía streymdi úr borholunni í 87 daga sem varð versti olíuleki bandarískrar sögu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.