Kampala

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd sem sýnir Kampala-héraðið í Úganda

Kampala er höfuðborg Úganda og samnefnt hérað. Íbúafjöldinn var 1.208.544 árið 2002 og borgin er því stærsta borg landsins. Borgin stendur í 1.189 metra hæð yfir sjávarmáli. Kampala er höfuðstaður héraðsins og konungsríkisins Búganda.

Nálægt borginni eru alþjóðaflugvöllurinn í Entebbe og höfnin Port Bell á strönd Viktoríuvatns.

Borgin óx í kringum virki sem Frederick Lugard reisti árið 1890 fyrir Breska Austur-Afríkufélagið. Árið 1962 tók borgin við af Entebbe sem höfuðborg. Stór hluti borgarinnar eyðilagðist þegar Idi Amin var steypt af stóli 1979.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.