Súmatra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Hæðarkort af Súmötru
Kort.
Rafflesia, stærsta blóm í heimi finnst á Súmötru.

Súmatra er eyja í Indónesíu. Hún er vestust Sundaeyja og stærsta eyjan sem tilheyrir Indónesíu að fullu. Eldvirkni er mikil vestan megin á eyjunni og stórir jarðskjálftar tíðir þar sem eyjan er vestast í Eldhringnum umhverfis Kyrrahaf. Flatarmál er um 473 000 km² og eru íbúar um 50 milljónir (2014). Medan er stærsta borgin og eru yfir 50 tungumál töluð á eyjunni. Kaffiframleiðsla er mikilvæg atvinnugrein.

Regnskógur er á Súmötru en hann hefur minnkað um helming á síðustu áratugum. Fjöll eru sunnan og vestan megin á eyjunni og er eldfjallið Kerinci hæsti punkturinn eða 3805 metrar.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.