Madeiraeyjar
Útlit
(Endurbeint frá Madeira)
Madeiraeyjar eru lítill eyjaklasi um 520 km undan vesturströnd Norður-Afríku og um 400 km norður af Kanaríeyjum. Eyjarnar tilheyra Portúgal og eru tvær þeirra byggðar. Madeira er stærri eyjan, 741 km² , og Porto Santo sú minni, aðeins 42 km². Að auki eru þrjár óbyggðar smáeyjar kallaðar Ilhas Desertas og aðrar þrjár óbyggðar eyjar, kallaðar Selvageneyjar, sem eru nær Kanaríeyjum en Madeira. Portúgalar uppgötvuðu eyjarnar árið 1418. Þær eru nú sjálfstjórnarhérað innan Portúgal. Eyjarnar draga nafn sitt af lárviðarskógi (madeira þýðir „viður“ á portúgölsku) sem er á undanhaldi á suðurhluta Madeira. Skógurinn er á heimsminjaskrá UNESCO. Eyjarnar eru einnig frægar fyrir samnefnt vín sem er styrkt vín, mikið notað í matargerð.