Krýsuvíkurkirkja

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Krýsuvíkurkirkja eins og hún leit út sumarið 2007.
Mynd tekin inni í kirkjunni.

Krýsuvíkurkirkja var einföld timburkirkja í Krýsuvík. Hún var byggð árið 1857, endurbyggð árið 1964 og fór þá í vörslu þjóðminjavarðar og komst við það á lista yfir friðuð hús. Altaristafla kirkjunar var málverk eftir Svein Björnsson, listmálara. Venjan var að messa í Krýsuvíkurkirkju tvisvar á ári. Kirkjan var í Hafnarfjarðarprestakalli. Hún brann til kaldra kola aðfaranótt 2. janúar 2010. [1]

Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarbær færði Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964. Krýsuvíkurkirkja var úr timbri og af eldri gerð turnlausra kirkna, reist 1857 af Beinteini Stefánssyni smið. Viðamiklar viðgerðir hófust árið 1986 og hún þá færð til upprunalegrar gerðar. Útveggir voru með tjargaðri listasúð og bárujárn á þaki. Engir gamlir kirkjumunir höfðu varðveist og voru kirkjubekkir, altari og prédikunarstóll af nýlegri og einfaldri gerð. Fleiri þúsund gestir komu í kirkjuna árlega og skrifuðu nafn sitt í gestabók sem þar var.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Krýsuvíkurkirkja brann í nótt; af Mbl.is 2.01. 2010

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.