Lilja Mósesdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lilja Mósesdóttir

Lilja Mósesdóttir (fædd 11. nóvember 1961) er íslenskur hagfræðingur og fyrrum alþingismaður.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Lilja er með BBA gráðu í viðskiptafræði (1984) frá Iowaháskóla í Bandaríkjunum, M.A. gráðu í þróunarhagfræði (1988) frá Sussexháskóla í Brighton, Bretlandi 198 og doktorsgráðu (Dr. phil.) í hagfræði (1999) frá University of Manchester Institute of Science and Technology (UMIST) Management School.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Lilja starfaði sem kennari við Verslunarskóla Íslands árið 1985-1986. Hagfræðingur hjá ASÍ 1988-1989. Lektor við HA 1989-1991. Ráðgjafi og námskeiðakennari hjá Iðntæknistofnun Íslands 1992-1993. Verkefnaráðin ráðgjafi atvinnu- og félagsmálaráðherra grænlensku heimastjórnarinnar 1995-1997. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópi ESB 1997-1999. Kennari og sérfræðingur við Tækniháskólann í Luleå, Svíþjóð, 1999-2000. Dósent við Háskólann í Reykjavík 2000-2002. Prófessor við Háskólann á Bifröst 2003-2007. Verkefnaráðin sérfræðingur í sérfræðingahópum ESB 2004-2009. Hagfræðingur hjá frá 2008.

Ferill í stjórnmálum[breyta | breyta frumkóða]

Lilja tók fyrst þátt í stjórnmálum í kjölfar bankahrunsins haustið 2008, en hún bauð sig fram í prófkjöri Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs 7. mars 2009 fyrir kosningarnar vorið 2009. Lilja lenti í þriðja sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Hún sat á Alþingi sem sjötti þingmaður Reykavíkurkjördæmis suður. 21. mars 2011 sagði hún sig úr þingflokki Vinstri grænna.[1]

Nýr stjórnmálaflokkur undir formennsku Lilju var kynntur í Iðnó 7. febrúar 2012, en hann hlaut nafnið Samstaða - flokkur lýðræðis og velferðar.[2] 22. desember 2012 tilkynnti svo Lilja að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í alþingiskosningunum vorið 2013 og því myndi hún ekki leiða lista Samstöðu.[3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust
  2. „Framboð Lilju heitir Samstaða“. Afrit af upprunalegu geymt þann 9. febrúar 2012. Sótt 11. febrúar 2012.
  3. „Lilja ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri: "Það var aldrei ætlun mín að gerast stjórnmálamaður” Skoðað 13. janúar 2013

Útgáfuefni[breyta | breyta frumkóða]

Bækur og bókarkaflar[breyta | breyta frumkóða]

  • Lilja Mósesdóttir (2001) The Interplay Between Gender, Markets and the State in Sweden, Germany and the United States, London: Ashgate, 242 bls.
  • Pertti Koistinen, Lilja Mósesdóttir, Amparo Serrano-Pascua (eds.) (2009) Emerging Systems of Work and Welfare, Tampere University
  • Mósesdóttir, Lilja, Chantal Remery and Amparo Serrano Pascual eds. (2006) Moving Europe towards the Knowledge Based Society and Gender Equality: Policies and Performances, Brussels: ETUI
  • Magnusson, Lars, Lilja Mósesdóttir and Amparo Serrano Pascual eds. (2003) Equal Pay and Gender Mainstreaming in the European Employment Strategy, Brussels: European Trade Union Institute
  • Mósesdóttir, Lilja, Andrea G. Dofradóttir, Thorgerdur Einarsdóttir, Kristjana Stella Blöndal, Einar Mar Thórdarson and Sigurbjörg Ásgeirsdóttir (2006) Evaluating Equal Pay in the Nordic Countries, Reykjavík: Project Group for Equal Pay

Ýmsar greinar[breyta | breyta frumkóða]