Fríða Á. Sigurðardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Fríða Áslaug Sigurðardóttir (11. desember 19407. maí 2010) var íslenskur rithöfundur. Hún hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin 1990 fyrir skáldsöguna Meðan nóttin líður og síðan Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1992 fyrir sömu bók.

Fríða fædd­ist á Hesteyri í Sléttu­hreppi á Horn­strönd­um 11. des­em­ber 1940 og var hún næstyngst 13 systkina. For­eldr­ar henn­ar voru Stef­an­ía Hall­dóra Guðna­dótt­ir hús­móðir (f. 22.6. 1897, d. 17.11. 1973) og Sig­urður Sig­urðsson, bóndi og verkamaður (f. 28.3. 1892, d. 9.5. 1968). Fríða lauk stúd­ents­prófi frá ML árið 1961, BA-prófi frá Há­skóla Íslands 10 árum síðar og loks cand. mag.-prófi í ís­lensku frá HÍ 1979. Hún starfaði sem bóka­vörður á Há­skóla­bóka­safni og Am­er­íska bóka­safn­inu frá 1964-1970, var deild­ar­full­trúi við heim­speki­deild HÍ frá 1971-1973 og stunda­kenn­ari við Há­skóla Íslands og Kenn­ara­há­skóla Íslands frá 1973-1975.

Allt frá ár­inu 1978 fékkst hún fyrst og fremst við ritstörf en sinnti einnig próf­arka­lestri, þýðing­um o.fl.

  • Fyrsta bók Fríðu, smá­sagna­safnið Þetta er ekk­ert al­var­legt, kom út árið 1980.
  • Í kjöl­farið sendi Fríða frá sér fjölda smá­sagna og skáld­sagna auk þýðinga á verk­um er­lendra höf­unda.
  • Skáld­saga henn­ar Meðan nótt­in líður (1990) hlaut Íslensku bók­mennta­verðlaun­in 1991 og Bók­mennta­verðlaun Norður­landaráðs 1992, eins og fyrr er nefnt.
  • Síðasta verk Fríðu var skáld­sag­an Í húsi Júlíu sem kom út í októ­ber 2006.
  • Eft­ir Fríðu birt­ist einnig fjöldi greina um bók­mennt­ir í blöðum og tíma­rit­um auk þess sem hún sendi frá sér rit­gerð um leik­rit Jök­uls Jak­obs­son­ar.

Verk Fríðu hafa verið þýdd á fjölda tungu­mála, þar á meðal ensku, tékk­nesku, þýsku og Norður­landa­mál­in. Hún var heiðurs­fé­lagi í Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands.

Fríða gift­ist eig­in­manni sín­um, Gunn­ari Ásgeirs­syni yfir­kenn­ara (f. 1937), árið 1959 og voru þau bú­sett í Reykja­vík.

Fríða er systir Jakobínu Sigurðardóttur skáldkonu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.