Eyjafjöll
Eyjafjöll eru fjallgarður á Suðurlandi sem liggur vestur úr Mýrdalsjökli. Efst í Eyjafjöllum er jökulhetta, Eyjafjallajökull, en fjöllin draga nafn sitt af því að þau standa gegnt Vestmannaeyjum. Fjallgarðurinn nær frá Markarfljóti í vestri að Jökulsá á Sólheimasandi í austri. Fjöllin eru flest móbergsfjöll.
Í Eyjafjöllum eru meðal annars Seljalandsfoss og Skógafoss en einnig margir minni. Í fjöllunum eru einnig margir hellar s.s. Paradísarhellir.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
