Amedeo Modigliani

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Amedeo Modigliani

Amedeo Clemente Modigliani (12. júlí 188424. janúar 1920) var ítalskur myndlistarmaður af gyðingaættum sem vann aðallega í Frakklandi. Hann er þekktur fyrir portrett og nektarmyndir í módernískum stíl sem einkennist af því að teygja á andliti, hálsi og formum. Verk hans fengu dræmar viðtökur meðan hann lifði en hlutu viðurkenningu síðar. Modigliani ólst upp á Ítalíu, þar sem hann rannsakaði list fornaldar og endurreisnartímans. Árið 1906 flutti hann til Parísar þar sem hann komst í snertingu við listamenn eins og Picasso og Constantin Brâncuși. Um 1912 var Modigliani farinn að sýna höggmyndir ásamt kúbistunum í Section d'Or-hópnum í Salon d'Automne.

Æviverk Modiglianis inniheldur bæði málverk og teikningar. Frá 1909 til 1914 fékkst hann aðallega við höggmyndir. Helstu viðfangsefni hans voru andlitsmyndir og fólk í fullri stærð, bæði í myndum og í höggmyndum. Modigliani var lítt þekktur meðan hann lifði en eftir lát hans náðu verkin miklum vinsældum. Hann lést úr mengisberklum, 35 ára að aldri, í París.