Sjálfstæðisflokkurinn
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. Aðalvandamál þessarar greinar: laga sögukafla o.fl |
Sjálfstæðisflokkurinn | |
---|---|
Fylgi | 19,4%¹ |
Formaður | Bjarni Benediktsson |
Varaformaður | Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir |
Ritari | Vilhjálmur Árnason |
Þingflokksformaður | Hildur Sverrisdóttir |
Framkvæmdastjóri | Þórður Þórarinsson |
Stofnár | 1929 |
Höfuðstöðvar | Valhöll |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Frjálslynd íhaldsstefna, frjálshyggja, Hægristefna, frjálslyndi, íhaldsstefna |
Einkennislitur | blár |
Sæti á Alþingi | |
Sæti í sveitarstjórnum | |
Listabókstafur | D |
Vefsíða | www.xd.is |
¹Fylgi í síðustu Alþingiskosningum |
Sjálfstæðisflokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur sem kennir sig við hægristefnu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengst af verið stærsti flokkur landsins sé miðað við kjörfylgi sem flokkurinn hefur fengið í kosningum bæði til þings og sveitarstjórna. Sjálfstæðisflokkurinn er einnig sá flokkur sem státar af flestum skráðum flokksmönnum. Sína bestu kosningu fékk flokkurinn árið 1933 48,0% en þá verstu árið 2024 eða 19,4%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið í 22 af þeim 31 ríkisstjórnum sem myndaðar hefur verið frá stofnun hans og veitt 15 þeirra forystu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt tæplega 45% meðalfylgi í bæjar- og sveitarfélögum frá stofnun. Í Reykjavík hafði flokkurinn hreinan meirihluta um áratuga skeið, allt til 1978 og aftur 1982 til 1994.
Hugmyndafræði
[breyta | breyta frumkóða]Sjálfstæðisflokkurinn segir hlutverk sitt „að vinna í innanlandsmálum að víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli einstaklingsfrelsis og atvinnufrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum.“. Hinn hluti Sjálfstæðisstefnunnar er söguleg arfleifð sjálfstæðisbaráttu Íslendinga um að Ísland eigi skilyrðislaust að vera sjálfstætt ríki.[1]
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí árið 1929 við sameiningu Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri Reykjavíkur, til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Flokkurinn tók þátt í ríkisstjórn í fyrsta sinn frá miðju ári 1932 til miðs árs 1934.
Leiðtogar flokksins
[breyta | breyta frumkóða]Núverandi formaður flokksins er Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er varaformaður og Vilhjálmur Árnason (stjórnmálamaður) er ritari flokksins. Flokkurinn hafði 16 sæti á Alþingi eftir alþingiskosningarnar 2017 en hafði 21 þingsæti fyrir þær kosningar. Allir formenn flokksins hafa gegnt embætti forsætisráðherra á Íslandi.
Jón Þorláksson var forsætisráðherra 1926-1927 (fyrir Íhaldsflokkinn) en var síðan formaður Sjálfstæðisflokksins frá stofnun til ársins 1934. Ólafur Thors var forsætisráðherra 1942, 1944-1947, 1949-1950, 1953-1956 og 1959-1963. Ólafur leiddi Sjálfstæðisflokkinn frá 1934 til 1961. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra á árunum 1963-1970. Jóhann Hafstein var forsætisráðherra 1970-1971, Jóhann gegndi formennsku í Sjálfstæðisflokknum til ársins 1973. Geir Hallgrímsson var forsætisráðherra 1974-1978 en formaður Sjálfstæðisflokksins til 1983. Geir sigraði Gunnar Thoroddsen í varaformannskjöri á landsfundi 1971 og tók við formennsku á Flokksráðsfundi árið 1973 er Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku af heilsufarsástæðum. Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra 1987-1988 og Davíð Oddsson var forsætisráðherra á árunum 1991-2003. Geir H. Haarde tók við forsætisráðuneytinu 15. júní 2006. Davíð sigraði Þorstein í formannskjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 1991. Það var eina skiptið sem formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tapað formannskjöri. Bjarni Benediktsson var forsætisráðherra 2017-2017. Auk þeirra var sjálfstæðismaðurinn Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra á árunum 1980-1983. Sigurður Eggerz, einn af stofnendum Sjálfstæðisflokkins, var forsætisráðherra í tvígang, 1914-1915 og 1922-1924. Einar Arnórsson ráðherra Íslands 1915-1918, sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1931-1932. Magnús Guðmundsson, fyrsti varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gegndi störfum forsætisráðherra frá andláti Jóns Magnússonar uns stjórn Jóns Þorlákssonar tók við sumarið 1926.
Árangur í alþingiskosningum
[breyta | breyta frumkóða]Kosningar | Atkvæði | % | Þingsæti | +/– | Sæti | Stjórnarþátttaka |
---|---|---|---|---|---|---|
1931 | 16.891 | 43,8 | 15 / 42
|
15 | 2. | Stjórnarandstaða |
1933 | 17.131 | 48,0 | 20 / 42
|
5 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1934 | 21.974 | 42,3 | 20 / 49
|
0 | 1. | Stjórnarandstaða |
1937 | 24.132 | 41,3 | 17 / 49
|
3 | 2. | Stjórnarandstaða |
1942 (júl) | 22.975 | 39,5 | 17 / 49
|
0 | 2. | Minnihlutastjórn |
1942 (okt) | 23.001 | 38,5 | 20 / 52
|
3 | 1. | Stjórnarandstaða |
1946 | 26.428 | 39,5 | 20 / 52
|
0 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1949 | 28.546 | 39,5 | 19 / 52
|
1 | 1. | Minnihlutastjórn |
1953 | 28.738 | 37,1 | 21 / 52
|
2 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1956 | 35.027 | 42,4 | 19 / 52
|
2 | 1. | Stjórnarandstaða |
1959 (jún) | 36.029 | 42,5 | 20 / 52
|
1 | 1. | Stjórnarandstaða |
1959 (okt) | 33.800 | 39,7 | 24 / 60
|
4 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1963 | 37.021 | 41,4 | 24 / 60
|
0 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1967 | 36.036 | 37,5 | 23 / 60
|
1 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1971 | 38.170 | 36,2 | 22 / 60
|
1 | 1. | Stjórnarandstaða |
1974 | 48.764 | 42,7 | 25 / 60
|
3 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1978 | 39.982 | 32,7 | 20 / 60
|
5 | 1. | Stjórnarandstaða |
1979 | 43.838 | 35,4 | 21 / 60
|
1 | 1. | Hluti þingflokks í stjórn |
1983 | 50.251 | 38,6 | 23 / 60
|
2 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1987 | 41.490 | 27,2 | 18 / 63
|
5 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1991 | 60.836 | 38,6 | 26 / 63
|
8 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1995 | 61.183 | 37,1 | 25 / 63
|
1 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
1999 | 67.513 | 40,7 | 26 / 63
|
1 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2003 | 61.701 | 33,6 | 22 / 63
|
4 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2007 | 66.754 | 36,6 | 25 / 63
|
3 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2009 | 44.371 | 23,7 | 16 / 63
|
9 | 2. | Stjórnarandstaða |
2013 | 50.454 | 26,7 | 19 / 63
|
3 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2016 | 54.990 | 29,0 | 21 / 63
|
2 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2017 | 49.543 | 25,2 | 16 / 63
|
5 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2021 | 48.708 | 24,4 | 16 / 63
|
0 | 1. | Í stjórnarsamstarfi |
2024 | 41.143 | 19,4 | 14 / 63
|
2 | 2. | Óráðið |
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]- Íslensk stjórnmál
- Listi yfir formenn og varaformenn Sjálfstæðisflokksins
- Samband ungra sjálfstæðismanna
- Frjálshyggja
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða Sjálfstæðisflokksins
- Þingmenn Sjálfstæðisflokksins
- Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna Geymt 18 febrúar 2006 í Wayback Machine
- Samband ungra sjálfstæðismanna
- Sjálfstæðiskonur Geymt 27 júní 2006 í Wayback Machine
- Sjálfstæðisstefnan, greinar forystumanna Sjálfstæðisflokksins
- Klofningur Sjálfstæðisflokksins gamla 1915; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1970