Herskylda

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
  Enginn her
  Engin herskylda
  Herskylda en innan við 20% af aldurshópnum eru tekin inn
  Herskylda, en stendur til að afnema[1][2][3][4]
  Herskylda
  Upplýsingar vantar

Herskylda er þegnskylduvinna í herþjónustu. Í löndum þar sem er almenn herskylda er yfirleitt aðeins átt við karlmenn á vissum aldri. Herskylda hefur verið til í einhverri mynd frá því í fornöld en almenn herskylda á rætur að rekja til Frönsku byltingarinnar þar sem hún lagði grunn að stórum og öflugum her Frakka. Í kjölfarið var herskylda á friðartímum tekin upp víða í Evrópu þar sem karlmenn á tilteknum aldri gegndu herþjónustu í 1-8 ár og urðu síðan hluti af varaliði sem hægt var að kalla út á ófriðartímum.

Herskylda er umdeild og margir neita henni, til dæmis af samviskuástæðum, pólitískum ástæðum eða trúarlegum ástæðum. Í sumum löndum er boðið upp á borgaralega þjónustu í stað herþjónustu. Með aukinni tæknivæðingu herja hefur tilhneigingin verið sú að leggja almenna herskyldu af og treysta þess í stað á atvinnuhermenn og sjálfboðaliða. Í sumum löndum (t.d. Sviss, Ísrael og Íran) er almenn herskylda mikilvægur grundvöllur samfélagslegra áhrifa hersins.

Almenn herskylda fyrir konur er meðal annars við lýði í Bólivíu, Erítreu, Ísrael, Mósambík, Norður-Kóreu og Tsjad. Frá árinu 2015 gildir herskylda fyrir konur í Noregi, einu NATO-landa og Evrópulanda. Þar er þó hægt að neita herþjónustu án nokkurra afleiðinga.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ukraine to end military conscription after autumn call-ups“.
  2. „BBC News - Ukraine reinstates conscription as crisis deepens“. BBC News.
  3. „Georgia Promises To End Military Conscription -- Again“.
  4. „Taiwan prepares for end of conscription“.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.