Alberto Giacometti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Giacometti á Feneyjatvíæringnum 1962.

Alberto Giacometti (10. október 190111. janúar 1966) var svissneskur myndlistarmaður frá Val Bregaglia í Graubünden. Hann var sonur listmálarans Giovanni Giacometti. Hann er einkum þekktur fyrir höggmyndir sem sýna fígúruna granna og teygða. Hann lærði hjá Antoine Bourdelle í París og fékkst þar við kúbisma og súrrealisma. Bronsmyndin L'Homme au doigt („maðurinn sem bendir“) var árið 2015 seld á uppboði hjá Christie's fyrir yfir 140 milljón dollara sem var metfé fyrir höggmynd á uppboði. Önnur þekkt höggmynd eftir hann er L'Homme qui marche („maðurinn sem gengur“) sem kemur fyrir á svissneska 100 franka seðlinum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.