Fara í innihald

Hreiðar Már Sigurðsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Hreiðar Már Sigurðsson (f. 19. nóvember 1970) var forstjóri Kaupþings fyrir bankahrunið. Hreiðar Már var handtekinn í lok skýrslutöku hjá sérstökum saksóknara þann 6. maí 2010. Hann var sá fyrsti sem handtekinn var í kjölfar bankahrunsins 2008. Seinna sama dag var Magnús Guðmundsson, sem var bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg einnig handtekinn og færður til yfirheyrslu og voru báðir sakfelldir í febrúar 2015 í Hæstarétti.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Hreiðar ólst upp í Stykkishólmi og lauk stúdentsprófi við Verslunarskólann. Á háskólaárunum var Hreiðar Már í Stúdentaráði fyrir Vöku. Þar voru með honum fyrrverandi kollegar hans, þeir Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Eftir að hafa lokið viðskiptafræðiprófi við Háskóla Íslands árið 1994 gekk hann beint til liðs við Kaupþing, þar sem fyrir voru Bjarni Ármannsson og Sigurður Einarsson. Ármann Þorvaldsson bættist í hópinn sama ár. Hreiðar var síðan yfir Kaupþingi í New York frá 1998 til 2002 en þá var hann gerður að forstjóra Kaupþings.[1]

Eftir hrunið fluttist hann til Lúxemborgar og starfaði þar við ráðgjafafyrirtækið Consolium sem hann stofnaði ásamt Ingólfi Helgasyni, sem hafði starfað sem forstjóri Kaupþings á Íslandi.[2][3]

Hreiðar er kvæntur og á þrjú börn. Systir Hreiðars er Þórdís Sigurðardóttir.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Hreiðari lýst sem hlédrægum vinnufíkli“. 8. maí 2010.
  2. „Hreiðar Már til Lúxemborgar“. 15. júlí 2009.
  3. „Consolium ehf. stofnað þann 30. október“. 20. desember 2008.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.