Fara í innihald

Ármann Snævarr

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Gunnsteinn Ármann Snævarr (18. september 1919 – 15. febrúar 2010) var íslenskur lagaprófessor og hæstaréttardómari. Hann var rektor Háskóla Íslands frá 1960 til 1969 og dómari við Hæstarétt Íslands frá 1972 til 1984.[1]

Ármann kvæntist uppeldisfræðingnum og skólastjóranum Valborgu Sigurðardóttur árið 1950 og átti með henni fimm börn.

Ármann fæddist hjónunum Valdemar Valvessyni Snævarr og Stefaníu Erlendsdóttur í Neskaupstað á Norðfirði árið 1919 og ólst þar upp. Hann hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri árið 1933 og útskrifaðist þaðan árið 1938 með góðum árangri. Hann lauk síðan embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1944.[2][3]

Eftir embættisprófið árið 1944 vann Ármann í nokkra mánuði sem bæjarfógeti á Akranesi en fór síðan í framhaldsnám erlendis. Hann nam fyrst lög í Uppsalaháskóla í Svíþjóð árin 1945-1946, við Kaupmannahafnarháskóla 1946-1947 og Óslóarháskóla 1947-1948. Árið 1952 hlaut Ármann réttindi héraðsdómslögmanns en hann starfaði þó aldrei sem lögmaður. Ármann var við sérnám í Harvard-lagaháskólanum árin 1954 til 1955.[2]

  1. „Ármann Snæv­arr lát­inn“. mbl.is. 15. febrúar 2010. Sótt 6. mars 2019.
  2. 2,0 2,1 Páll Sigurðsson (1. janúar 2018). „Ármann Snævarr“. Andvari. bls. 9-50.
  3. „Ármann Snæv­arr“. mbl.is. 26. febrúar 2010. Sótt 6. mars 2019.