Jón Gnarr

Jón Gnarr (áður Jón Gunnar Kristinsson) (fæddur 2. janúar 1967) er leikari, útvarpsmaður og skemmtikraftur. Jón var borgarstjóri Reykjavíkur fyrir hönd Besta flokksins á árunum 2010–2014.
Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]
Foreldrar Jóns voru komnir af léttasta skeiði þegar þau eignuðust hann og er hann langyngstur barna þeirra. Faðir Jóns var lögreglumaður í yfir 40 ár og kommúnisti. Var samband þeirra erfitt.
Jón var greindur með þroskaskerðingu sem barn og var um tíma á barna- og unglingageðdeild. Hann hefur verið greindur með athyglisbrest með ofvirkni og lesblindu. Á unglingsárum gekk hann undir nafninu Jónsi pönk og var undir áhrifum frá anarkisma og pönk-hljómsveitinni Crass.
Jón hefur unnið sem verkamaður í Volvoverksmiðjunum í Gautaborg, sem leigubílstjóri, á Kópavogshæli og Kleppi. Hann er með meirapróf.
Jón Gnarr á að baki farsælan feril sem leikari, listamaður og grínisti. Hann sá um útvarpsþáttinn Tvíhöfða á X-inu, Radíó, Radíó X og Rás 2 ásamt Sigurjóni Kjartansyni. Þar áður stjórnaði hann öðrum útvarpsþætti, Heimsenda á Rás 2 árið 1994. Árin 1995–1996 var hann ásamt Sigurjóni Kjartansyni með innskot í þættinum Dagsljós á RÚV sem hét Hegðun, atferli og framkoma.[1]
Árið 1998 var hann með uppistandssýninguna Ég var einu sinni nörd og árið 2018 hélt hann upp á 20 ára afmælis þess með uppistandi í Eldborg í Hörpu.
Jón hefur leikið í ýmsum sjónvarpsþáttum svo sem Limbó, Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Dagvaktinni og Fangavaktinni auk ýmissa kvikmynda, til dæmis Maður eins og ég og Íslenski draumurinn.
Besti flokkurinn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2009 stofnaði Jón Besta flokkinn sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 29. maí 2010 í Reykjavík og fékk flokkurinn 6 af 15 borgarstjórnarfulltrúum kjörna. Fljótlega ákváð flokkurinn að ganga til viðræðna við Samfylkinguna um meirihluta, sem og varð. Jón Gnarr var kjörinn borgarstjóri í Reykjavík á fundi nýrrar borgarstjórnar 15. júní 2010 og sat út tímabilið. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórnarkosningum 2014.
Ritferill[breyta | breyta frumkóða]
Jón hefur gefið út nokkrar sjálfsævisögulegar bækur, þar á meðal Indíánann, Sjóræningjann og Útlagann þar sem hann talar meðal annars um erfiða reynslu úr héraðskólanum á Núpi í Dýrafirði.[2] Árið 2014 gaf hann út bók á ensku; Gnarr! How I Became the Mayor of a Large City in Iceland and Changed the World. Árið 2021 kom út bókin Óorð: Bókin um vond íslensk orð.
Eitt og annað[breyta | breyta frumkóða]
- Árið 2005 fékk Jón nafni sínu breytt í þjóðskrá úr Jóni Gunnari í Jón Gnarr. Hann hefur kallað sig Gnarr frá barnæsku. Nafnið er stytting á nafninu Gunnar. Sama ár létu börn hans einnig breyta millinafni sínu í Gnarr. Frosti Örn Gnarr, Dagur Kári Gnarr, Margrét Edda Gnarr og Kamilla María Gnarr. Yngsti sonur Jóns, fæddur 2005, heitir líka Jón Gnarr.
Leikaraferill[breyta | breyta frumkóða]
Kvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemdir |
1997 | Blossi/810551 | Brjálaður útvarpshlustandi | |
2000 | Íslenski draumurinn | Valli | |
2002 | Í skóm drekans | Hann sjálfur | |
Maður eins og ég | Júlli | ||
2003 | Karamellumyndin | Stuttmynd | |
2004 | Með mann á bakinu | J-n | Stuttmynd Tilnefnd til Edduverðlauna fyrir handrit ársins Einnig leikstjóri og handritshöfundur |
Pönkið og Fræbbblarnir | Hann sjálfur | ||
2007 | Astrópía | Ögmundur | |
2008 | Stóra planið | Ráðgjafi | Senum var eytt |
2009 | Bjarnfreðarson | Georg Bjarnfreðarson | Einnig framleiðandi og handritshöfundur ásamt fleirum |
2010 | Gnarr | Hann sjálfur | Heimildarmynd um stjórnmálaferil hans. Frumsýnd 12. nóvember 2010. |
2018 | Kona fer í stríð | Forseti lýðveldisins Ísland | |
2019 | Þorsti | Leigubílstjóri | |
2020 | Gullregn | Hjalti Pétur | |
2021 | Leynilögga | Forsætisráðherra | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemdir |
1993 | Limbó | Ýmsir | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
1 þáttur |
1994–1996 | Tvíhöfði | Ýmsir | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
12 þættir |
1999 | Enn ein stöðin | Hann sjálfur | Einn þáttur |
1997–2001 | Fóstbræður | Ýmsir | Hlaut Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki árið 2001 Einnig handritshöfundur ásamt fleirum 39 þættir |
2004 | Tvíhöfði | Ýmsir | Teiknaðir þættir Einnig handritshöfundur ásamt fleirum |
Áramótaskaupið 2004 | Safnvörður | ||
Svínasúpan | Ýmsir | ||
2006 | Áramótaskaupið 2006 | Ýmsir | |
2007 | Næturvaktin | Georg Bjarnfreðarson | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum 12 þættir |
Áramótaskaupið 2007 | Ýmsir | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum | |
2008 | Dagvaktin | Georg Bjarnfreðarson | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum 11 þættir |
2009 | Fangavaktin | Georg Bjarnfreðarson | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum 7 þættir |
2016 | Borgarstjórinn | Borgarstjórinn | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
10 þættir |
Áramótaskaup 2016 | Ýmsir | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum
Einnig leikstjóri | |
2018 | Áramótaskaup 2018 | Ýmsir | Einnig handritshöfundur ásamt fleirum |
2020 | Eurogarðurinn | Baddi | 8 þættir |

Bækur[breyta | breyta frumkóða]
- Börn ævintýranna (1988)
- Miðnætursólborgin (1989)
- Plebbabókin (2002)
- Þankagangur (2005)
- Indjáninn (2006)
- Sjóræninginn (2012)
- How I became a mayor of a large city in Iceland and changed the world (2014)
- Útlaginn (2015)
- Þúsund kossar (2017)
- Óorð (2021)
Viðurkenningar[breyta | breyta frumkóða]
- 2010 – Visir.is, Maður ársins
- 2013 – Heiðursmeðlimur Samtakanna 78
- 2013 – Húmanistaviðurkenning Siðmenntar
- 2014 – LennonOno friðarverðlaun
Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

- Ferill Jóns Gnarr á heimasíðu Reykjavíkurborgar Geymt 2011-07-03 í Wayback Machine
- Jón Gnarr á Internet Movie Database
- vefur um Jón Gnarr,gerður af fjölmiðlatækninemum í Borgarholtsskóla[óvirkur tengill]
- Viðtal við næsta borgarstjóra?; þýðing úr Grapevine, viðtal við Jón af bloggsíðu Illuga Jökulssonar 2010 Geymt 2010-05-25 í Wayback Machine
- Jón Gnarr óvinsælli en í fyrra, frétt á Rúv.is 7. september 2011
- Jón Gnarr stofnar stjórnmálaflokk; grein í Fréttablaðinu 2009
- Karlar vilja klám, konur orðaleiki; grein í Fréttablaðinu 2006
- Margir halda að ég sé klikkaður; viðtal við Jón í DV 2002
- Ég vil að fólk þegi og hlusti á mig; viðtal við Jón í DV 1999
- Við erum mjög hæfileikaríkir menn; grein í Helgarpóstinum 1997
- Konungur ævintýranna; grein í DV 1988
- Síðan hef ég ekki grátið yfir ljóðum; viðtal við Jón í Lesbók Morgunblaðsins 1988
Fyrirrennari: Hanna Birna Kristjánsdóttir |
|
Eftirmaður: Dagur B. Eggertsson | |||
Verðlaun | |||||
---|---|---|---|---|---|
Fyrirrennari: Ingvar E. Sigurðsson |
Edduverðlaunin fyrir leikara ársins í aðalhlutverki 2001 |
Eftirfari: Gunnar Eyjólfsson |