Inspired by Iceland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Inspired by Iceland var snarpt markaðsátak, sem hleypt var af stokkunum árið 2010 af Iðnaðarráðuneyti Íslands í samstarfi við Icelandair, Reykjavíkurborg, Iceland Express, Útflutningsráð og Samtök ferðaþjónustunnar (um 70 fyrirtæki). Vegna öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli 2010 og truflana sem urðu vegna þess í alþjóðlegum flugsamgöngum kom upp alvarleg staða í íslenskri ferðaþjónustu. Komum ferðamanna til landsins hafði fækkaði um 22% í apríl og óttast var að þeim myndi fækka enn frekar. Hugmyndin var að markaðsátakið myndi bæta ímynd landsins út á við.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.