Fara í innihald

Fljótshlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Horft austur Fljótshlíð til Mýrdalsjökuls.

Fljótshlíð er sveit í Rangárvallasýslu. Fyrir vestan hana er hinn forni Hvolhreppur, að sunnan Vestur- og Austur-Landeyjar og að suðaustan Vestur-Eyjafjallasveit. Fljótshlíðarhreppur náði yfir Fljótshlíð en hefur verið lagður niður sem sérstakt sveitarfélag. Löngum voru tvö prestaköll í Fljótshlíð. Annað var nefnt Fljótshlíðarþing, helstu kirkjur í Teigi, í Eyvindarmúla og á Hlíðarenda. Hitt prestakallið var kennt við Breiðabólstað, og undir það féllu að fornu annexíurnar Lambey, Ey, Þorvarðsstaðir og Vellir, auk bænhúss í Vatnsdal. Frá 1880 lögðust Fljótshlíðarþing undir Breiðabólstað.[1]

Fjölmargar jarðir í Fljótshlíð eru nú að öllu leyti eða hluta í eigu efnamanna af höfuðborgarsvæðinu sem sumir eru búsettir þar allt árið en aðrir eru þar eingöngu um helgar eða í leyfum. Á fæstum þessara jarða er rekinn hefðbundinn búskapur þótt sumir séu þar með hesta. Nú eru hátt á annað hundrað sumarbústaðir í Fljótshlíð.[2]

Bæjatal á 20. öld, frá austri til vesturs[breyta | breyta frumkóða]

 • Fljótsdalur
 • Fljót
 • Barkarstaðir
 • Háimúli
 • Árkvörn
 • Eyvindarmúli
 • Múlakot
 • Hlíðarendakot
 • Nikulásarhús
 • Hlíðarendi
 • Hallskot
 • Rauðuskriður
 • Þverá
 • Deild
 • Valstrýta
 • Heylækur
 • Teigur
 • Butra
 • Smáratún
 • Miðkot
 • Bollakot
 • Hellishólar
 • Grjótá
 • Arngeirsstaðir
 • Tungukot
 • Kirkjulækur
 • Kirkjulækjarkot
 • Lambalækur
 • Hlíðarból
 • Kvoslækur
 • Ormskot
 • Litli-Kollabær
 • Stöðlakot
 • Kollabær
 • Tumastaðir
 • Tunga
 • Vatnsdalur
 • Höfði
 • Torfastaðir
 • Kotmúli
 • Fagrahlíð
 • Sámsstaðir
 • Árnagerði
 • Ásvöllur
 • Breiðabólstaður
 • Bjargarkot
 • Lambey
 • Staðarbakki
 • Aurasel
 • Flókastaðir
 • Núpur

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Sveinn Níelsson: Prestatal og prófasta á Íslandi, 2. útgáfa (Hannes Þorsteinsson jók við og Björn Magnússon gaf út), bls. 58-59, Reykjavík 1950.
 2. „Burt úr borgarskarkala“. Morgunblaðið, 1. september 2002.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

 • Oddgeir Guðjónsson: „Fljótshlíð“, Sunnlenskar byggðir IV, Búnaðarsamband Suðurlands 1982.